9.6.2008 | 11:47
Fyrsta bloggið á nýrri síðu :)
Jæja þá er ég kominn með nýja heimasíðu:) og vona ég að þið sem þetta lesið hafið gaman að.Fann ekki þema fyrir landbúnað en það eina sem komst næst því var viðskipti og Fjármál... þannig að ég flokka þessa síðu bara undir blogg...
Margt er búið að gerast síðan ég bloggaði síðast.Á sjómannadagshelginni var margt brallað.Ég tók þátt í skútuhlaupinu og hljóp þar 5 km og endaði í öðru sæti (algjörlega óæfður).Svo var ég fenginn til að spila fótbolta fyrir útgerðafélagið Skriðnafell og enduðum við í öðru sæti í mótinu eftir tap í vítaspyrnukeppni :( Fjárbúið Innri-Múla var með kvennalið í keppninni og stóðu þær sig með prýði.Heiða,Ester,Alex,Lísa,Fanney og Silja spiluðu fyrir okkur ásamt tveim strákum úr Flókalundi.Svo var fyrirtækja keppni í sundi og sendi Fjárbúið lið þangað skipað 4 kvenmönnum þeim Heiðu,Ester,Silju og Lísu.Erfiðasti andstæðingur þeirra var sjúkarahúsið á patró handhafar bikarsins frá því í fyrra urðu að lúta í gras eftir magnaðann enda sundsprett hjá Lísu.Þær fengu að launum tvo bikara einn til eigna og svo farandbikar og eru þeir báðir geymdir hérna á Múla. Ég fór á öll böllin sem haldin voru um helgina eða 3 talsins og skemmti mér alveg frábærlega.
Svo eftir helgina hófumst við handa við að vinna flög og gera tækin klár fyrir heyskap.Við erum með tvö flög núna bæði úr landi þar sem ekki hefur verið tún áður og því hefur tekið tíma að grjóthreinsa og slétta.Annað flagið er í Hrísnesi og er hátt í 3 hektarar og svo er annað í Litluhlíð tæpir 2 hektarar.Barði sáði í þau í gær og ég valtraði.Ég er búinn að sitja í dráttarvélinni í 10 tíma á dag síðust 4 daga.Þegar ég var búinn í Hrísnesi í gær um 5 leytið þá fór ég að læra að fljúga flugdreka....já en ekki venjulegum flugdreka heldur risastórum flugdreka sem er meintur í að draga mann á bretti á sjónum.Kait Surfing (Veit ekki hvernig á að skrifa þetta) þetta er eins og brimbretti nema að það er flugdreki sem dregur mann á sjónum á ógnarhraða.Ég var nú bara í fjörunni og reyndi að ná tökum á flugdrekanum.vá hvað þetta var erfitt hann dró mann og lyfti ef maður gerði vitleysur og vindurinn náði að komast ínni drekann.Skil ekki hvernig er hægt að standa á bretti í sjónum og láta þetta draga sig.....skil partinn að láta draga sig en hitt ???? þetta var samt ógeðslega gaman....svo eftir það fór ég heim að borða og horfa á restina af handboltaleiknum...tölum ekki um hann..svo kl 9 í gærkvöldi þá var aðalfundur búnaðarfélags Barðastrandar.Þar var helst á dagskrá að kjósa þrjá fulltrúa til að fara á aðalfund Búnaðarsamtaka Vesturlands(Vestfjarða)11 og 12 júni og voru kosnir Ásgeir,Barði og Jóhann Pétur.Svo var kosing um formann og vildi núverandi formaður Hákon Jónsson hætta eftir 11 ár sem formaður.Fór kosning þannig að ég var kosinn Formaður og Jói til vara.Veit ekki hvernig ég klóra mig fram úr því en það leiðir tíminn í ljós :) Eftir fundinn fór ég útað Litluhlíð og kláraði að valtra flagið og var búinn rúmlega eitt í nótt.
jæja þetta er orðið nógu langt er þaggi......
Endilega kvíttið í nýju gestabókina til að ég sjái hvort þið sem lásuð hitt bloggið hafið fylgt mér hingað :) enga feimni
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
djöfulsins kjafstæði hjá þér ásgeir...
það var ekkert bara lísa sem tryggði okkur sigri...
Esther (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:14
Gaman að lesa frá þér aftur.
Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 19:42
Loksins að maður geti farið að heyra fréttir aftur, maður var bara farinn að sakkna ykkar.
Vildi bara kvitta!!!
Auður
Jóhanna, Trausti, Reynir og Skúli. (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.