8.8.2008 | 00:01
Þjóðhátíð 2008 :-)
Upprifjun frá þjóðhátíðarhelginni 2008
Ég lagði upp í langferð á fimmtudegi fyrir verslunarmannahelgi og með í för Lilja Sig frá patró áfangastaður Vestmannaeyjar.(reyndar fékk ég far með henni en) við tókum baldur og voru hellingar af krökkum frá patró þar og var því mikið hlegið og grínast á leiðinni.Svo var farið í höfuðborgina og gengið til náða enda stór helgi á næsta leyti.Ég svaf vel um nóttina annað en ég bjóst við...enda spennist ég svo upp þegar eitthvað svona er að ganga í garð...get ekki neitað því að yfir mig færðist ró að vita til þess að flestir af mínum albestu vinum voru að fara á þjóðhátíð líka.Haukur bróðir skutlaði mér heim til Gunna Sean og Lilju kærustunnar hans en við ætluðum að vera saman í eyjum í húsi ásamt nokkrum öðrum.Við Lilja opnuðum fyrsta bjórinn á Rauðavatni kl 9 um morgun...svo var drukkið þangað til að við fórum í flug.Flugið tók 6 min og gott fólk það rann ekki af okkur hehe þegar við lentum með greiparnar spenntar eftir rússibanareið í lausu lofti var opnaður bjór og hringt í Pál Svavar sem er á vélstjóri á Kab í Vestmanneyjum.Hann hafði aðgang að íbúð og bíl sem var óspart nýttur um þessa helgi.Þegar við vorum búin að henda töskunum upp í blokk fórum við strákarnir á vit ævintýranna uppí fjall að skoða húsin sem er verið að grafa uppúr hrauninu.Svo þegar það var búið fórum við með Palla að skoða bátinn og svo var haldið í ÁTVR að bæta á byrgðirnar(ekki að það hafi verið eitthvað lítil til) við bættu nokkrum kössum við og héldum svo heim.Við fengum okkur næringu og þá ákvað ég að það væri best að ég tjaldaði fyrir utan blokkina ef skyldi hlaupa á snærið hjá mér hehe.Svo var farið í dalinn og vá hvað þetta er gaman...upplifunin að ganga gegnum hliðið var ótrúleg.Fólk af öllum þjóðernum og öllum kynjum samankomið til að skemmta sér og öðrum...og búningarnir af öllum gerðum :) fyrsta kvöldið var brennan á Fjósakletti og svo ball með Land og sonum og í Svörtum Fötum minnir mig....var ekkert að fylgjast með hverjir væru að spila.Ég kikti í Hvítu tjöldin og var tekið sem innfæddum af öllum sem ég heimsótti á Sigurbrautina..fór aldrei í aðra götu reyndar.Svo var farið að sofa kl 8 um mrg í TJALDINU eftir djammið og vaknað kl 13.00 og opnaður bjór um leið og svo farið í sund.Seinni partinn hittumst við krakkarnir í matartjaldinu og fórum í leiki og spiluðum drykkjuspil til að passa að það væri enginn edrú á þjóðhátíð.Svo um kvöldið var flugeldasýningin og váaaaaaaaa 8 min af stanslausum bombum og skrautljósum...það var geðveikt.Svo var ball með Á Móti Sól og í Svörtum Fötum það var líka rosalega gaman.Ég fór á Sigurbrautina eftir miðnættið og hitti þá vin minn Árna Jonsen og tókum við létt spjall um heimsmálin og önnur skemmtileg heit,alltaf gaman að hitta kallinn.Eftir góða stund í Hvítu tjöldunum fór ég á röltið og beint á ball og fór ég ekki heim fyrr en kl 8 um morguninn og skreið útúr TJALDINU uppúr hádegi.Þá var opnaður bjór og rölt beinustu leið í Herjólfsdal að horfa á skemmtiatriðin sem voru alla daga.Seinni partinn hittumst við krakkarnir í matartjaldinu og var að sjálfsögðu farið í drykkjuleiki hehe og svo var rölt í brekkuna til að vera viðstödd brekkusönginn og tilheyrandi.Bubbi byrjaði að kveikja í liðinu og svo kom vinur minn Árni Jonsen og ekki minnkaði stemmingin þá...en gott fólk þegar Hreimur kom á sviðið með gítarinn og byrjaði að syngja Lífið er yndislegt og 134 rauð blys voru tendruð fyrir ofan brekkuna vááaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa engin orð geta lýst því sem fór um huga manns og ætla ég ekki að reyna að segja frá því...people þið sem hafið farið á þjóðhátið og séð þetta vitið hvað ég meina :) svo á eftir því kom besti skemmtikraftur Íslands sjálfur Páll Óskar á sviðið og byrjaði með danspartýið sitt..shit hvað hann er góður að kveikja í liðinu á eftir honum komu Á Móti Sól og í Svörtum Fötum.Á þessum tímapunkti var farið að ganga vel á Vodka flöskuna sem ég drakk dry til að finna fyrir ölvun...bjór hafði ekkert að segja lengur hehe. Það var farið að rigna hressilega og brekkan orðin hreint drullusvað og því ekkert annað að gera en klifra efst í hana og renna sér niður...það er skylda á þjóðhátíð ef er rigning.Ég fór síðastur manna dansgólfinu enda búin að hvíla lúin bein í góðu yfirlæti á Sigurbrautinni..eftir ballið var grínast aðeins á tjaldsvæðinu og haldið heim kl 10 um morguninn og beint í TJALDIÐ.... þar vaknaði ég með Wisky pela og tóma Vodka flösku og eins og sönnum sveitamanni sæmir :) EN ég verð að viðurkenna það að ég svaf til 17.00 á mánudeginum og langaði ekkert að fara aftur niðrí dal... vá hvað þetta er orðið langt blogg...við reyndum að komast í flugið á mánudeginum en ekki séns..við vorum með þriðjudagsmiða og það skal standa var okkur sagt eftir 3 tíma bið eftir afgreiðslu :( þá fórum við bara heim að lúlla og ákváðum að vakana 7 morguninn eftir til að verða fremst í röðinni en nei aldeilis ekki það var komin 40 metra biðröð..kommon kl 7 um morgun..þá fékk ég nett áfall en það skánaði þegar Lilja sá vinkonur sínar fremst í röðinni og smygluðum við okkur þangað og komumst í 5 vélina sem fór frá eyjum þennan fagra þriðjudag...og þegar ég kom til rvk var haldið strax vestur með Lilju Sig sem var svo góð að bíða eftir mér í einn dag:) koss og knús Lilja
jæja það er eins og það hafi losnað ritstífla... endilega kommentið þið á þetta hjá mér og vonandi sér fram á bjartari dagi í blogginu þegar rökkrið færist yfir...
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1427
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ þetta er ekkert smá.. er sko búinn að bíða eftir þessu bloggi hehe... Vá hvað það var greinilega gaman hjá þér manni langar bara að fara upplifa þetta hehe en allvegna heyri þér seina gott að þú gast skemmt þér :D vona nú að hann faðir minn fari að gera einhvað svona áður en hann verðu gamal hehehheheh bæjó
Ylfa litla frænka (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 00:26
Þetta hefyr greynilega verið mjög gaman, enda ekki við öðru að búast þegar maður skellir sér á þjóðhátíð. Ég skil þessa skemmtun því ég hef farið og þetta er eitt af fáu sem allir eiga að hafa gert.
Jæja ættlaði bara að kasta inn kveðju.
Kv Auður
Auður Vilhjálmsd (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 12:44
Þetta var bara snilld, takk fyrir frábæra helgi Ásgeir minn ég er mjög ánægð með að þú ákvaðst að koma með...þetta var keppnis...
En ég sá að þú varst aðeins að rugla saman dögum sem ég skil alveg sko...t.d. man ég ekkert hvaða hljómsveit var að spila hvenær nema auðvitað Páll Óskar á sunnudeginum....það er nú ekki hægt að gleyma honum en við fórum saman á föstudeginum í hvítu tjöldin og hittum Árna J. þá....fóru kannski líka á laugardeginum.......
Kristín Brynja (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 18:39
Hehe snilldarhelgi :D Soldið ruglingslegt um okkur Liljurnar..... við erum sko báðar Lilja Sig ;) En ég skildi þetta :P
Takk fyrir æðislegar stundir!! Gerum þetta pottþétt aftur!!!
Lilja (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 18:50
Verst þykir mér að hafa ekki getað verið með þér á þjóðhátíð, þú verður að koma á næsta ári svo ég geti verið með þér og sýnt þér þjóðhátíð frá öðru sjónarhorni og einnig tekið þig upp í brekku með blys.
Sölvi Breiðfjörð , 13.8.2008 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.