11.8.2008 | 16:14
Byrjaðir á seinni slætti
Við erum búnir að slá aðeins af há hérna heima og svo blett af Hafrastykkinu útá Mýrum.Við þurrkuðum hana mikið og fengum því færri rúllur en meira magn í rúllurnar.Háin er nú ekkert rosavel sprottin og er það mikið til vegna þeirra þurrka sem hafa verið í sumar...það bara rignir ekki!!!! kannski borgar sig ekki að kvarta yfir riginga leysi því þá verður manni refsað yfir göngurnar með ösku rigningu.... við berum skít á þetta sem við slógum,aðallega til beitar og jafnvel ef skyldi rigna væri hægt að slá í þriðja skiftið.
Af framkvædum er það að frétta að við erum búnir að klæða nýja fjárhúsið og tókum líka ytri hliðina á ystuhúsunum og klæddum nýju járni og krossvið undir.Haukur kom eina helgi í júli og var drifið sig í að klæða og tók það ekki nema þrjá daga að klára þetta...
Fólk er farið að spá í smalamennskum og er þegar margir búnir að sýna áhuga á að koma í göngur í haust.Ekki veitir af að fá fólk til að hjálpa til enda gríðarstórt svæði sem við þurfum að smala.Á síðasta hausti var ég 50 daga frá 20 sept til 30 des einhversstaðar á fjöllum að smala....þó það sé gaman að smala og vera með hundinn á fjöllum þá væri maður alveg til í að minnka álagið aðeins í svona 35-40 daga á hausti... við þykjumst vita að féð verði hátt núna í ár enda búnir að vera miklir þurrkar og þá leytar féð hærra uppá fjöllin.Enda sést valla kind hérna með vegunum nema þær sem fara aldrei neitt:( en þeim fer fækkandi enda ekkert alið nema að það gangi í 200 metar hæð yfir sjávarmáli hehe
Svo eru ól leikarnir byrjaðir og þá er veisla á Múla við Pabbi horfum á allt sem við mögulega getum og erum orðnir miklir aðdáendur strandblaks og þá sérstaklega kvenna hehe nei í alvuru þá er ótrúlegt hvað maður horfir á þegar það eru ólimpíuleikar... svo er handboltinn byrjaður að rúlla og við unnum fyrsta leik:) ekki slæmt það en næst eru það heimsmeistarar Þjóðverjar sem fá að lenda í Ísbjörnunum...við höfum nú stundum strítt Þjóðverjum og hver veit hvað skeður.... bara að þeir leggi sig 100% í þetta þá er ég sáttur og enda á orðum Baggalúts "Við vinnum þótt við töpum"
Áfram Ísland
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.