16.8.2008 | 11:09
Loksins rigning....
Það kom að því að það færi að rigna á okkur hérna á Barðaströndinni, en það hefur varla ringt síðan í mai sem heitið getur :( maður sér hána á túnunum rjúka upp við vætuna.Við erum búnir með allan skít þetta haustið og er það mikill áfangi.Gott að eiga hann ekki eftir þegar smalamennskurnar byrja eins og vanalega.
Það var fundur hjá sauðfjárræktarfélaginu í gærkvöldi í Birkimel og var verið að ræða smalamennskur og ómskoðun á komandi hausti.Við á Múla verðum að öllu óbreyttu að smala síðustu helgina í september og einnig að rétta þá helgi.Svo er búið að panta Birkimel fyrir réttarball og verður það eftir Múlarétt.Þetta er hljómsveit úr Stykkishólmi sem ætlar að halda þetta ball.Við eigum eftir að tala við smalana okkar hvenær henti þeim að koma til okkar uppá hvenær hægt sé að byrja að smala.En það var ákveðið í gær að fara norður í Trostansfjörð fyrstu helgina í okt og taka jafnvel 2 daga í það að smala það....en það fer eftir mannskap hvort það náist á einum degi eða tveim.
Pabbi fór suður í gær í afmæli Óla bróður sins en hann er að halda uppá 90ára afmæli sitt í dag ásamt konu sinni henni Helgu Vigfúsdóttur en hún er 85 ára seinna í haust.Til hamingju með það bæði tvö :)
Svo eru ól leikarnir á fullu og reyni ég að fylgjst með eins og ég get.Ég horfði t.d á Þórey Eddu í nótt í stangarstökkinu en það fór ekki eins vel og maður hafði vonað, en hún komst ekki í úrslit.Minn uppáhalds íþróttamaður Yelena Ysenbayeva eða hvernig sem það er skrifað komst með léttu í úrslit í stönginni og er hún í feikna formi og líkleg til að setja enn eitt heimsmetið.
Svo er handboltinn á eftir Ísland-Danmörk shit veit ekkert hvað skal segja um þann leik...við getum unnið alla og tapað fyrir öllum...bara vonandi að það verði sigur.Ef við vinnum Dani þá erum við nokkuð líklegir á þessu móti til stórra afreka...En svo getur líka allt skeð og við ekki komist áfram úr riðlinum.Okkar riðill er svakalega sterkur miðað við a-riðill sem innheldur Japan og Brasilíu.Hefði nú verið til í að hafa annað þeirra í okkar riðli.En við vinnum bara alla og þá er ekkert vesen..
ÁFRAM ÍSLAND
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snildar leikur áðan, maður var að tapa sér hérna.
Fanney Inga (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 15:12
Það er svo sannarlega rétt, við getum unnið alla og tapað fyrir öllum.....geðveikur leikur áðan......
ég sofnaði um hálf 3 í nótt við það að bíða eftir Þórey Eddu.....þurfti hún endilega að sleppa 4m.hhehehhehehe
Uuuuuu eða eigum við að ræða eitthvað 100m úrslit karla....shitturinn....þarf nú bara að heyra í þér í sambandið við það.....eins gott að þú hafir drifið þig heim að horfa...
Kristín Brynja (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.