Danskur dagur :)

Já danskir dagar voru víðar en í Stykkishólmi í gær.Ég held að það hafi bara verið danskur dagur á flestum heimilum í gær eftir magnaðan leik Íslands geng frændum okkar Dönum.Ég var með blóðþrýstingsmælir í gær og skellti honum á mig þegar Arnór fiskaði vítakastið og venjulega er ég með 120 í efri og 70 í neðri og svona 60 slög á mín en í gær var það 180 í efri og 70 í neðri og 109 slög á min.Og þegar Snorri skoraði úr vítinu og flautað var af þá titraði ég í sófanum.Þessi leikur var hreint frábær og bauð uppá allt það besta sem hægt er að hugsa sér.Ég skil samt ekki lætinn í Ulrik Wibek þjálfara dana yfir dómgæslunni, mér fannst halla á okkur frekar en þá.Þó að Danir séu Evrópumeistarar þá eiga þeir enga forgjöf skilið frekar en önnur lið.Núna er bara að leggjast yfir hvaða lið hentar okkur best úr hinum riðlinum og spila leikinn við Egypta eftir því.Ég held að það væri best fyrir okkur að sleppa við Frakka og Pólverja reyna frekar að fá Balic og félaga frá Króatíu eða þá risana frá Spáni.Þetta eru engir aukvisar frekar en þau lið sem við erum búnir að leggja að velli í okkar riðli.Króatar eru ríkjandi Ólimpíumeistarar ef ég man rétt...

Svo verð ég að minnast á 100m hlaup karla váaaaaaaaaaaa Bolt er ómennskur 9,69 nýtt heimsmet og hann skokkaði síðustu 20 metrana.Þetta er bara rugl og ég held að heimsmet Michael Johnson frá Atlanta 19,32 í 200m sé í hættu...þótt ótrúlegt sé en því heimsmeti gleymir maður aldrei...svakalegt hlaup 9,66 sitthvorir 100 metrarnir.Það munaði litlu að ég missti af 100 metra hlaupinu en það vildi til að Kristin Brynja hringdi til að minna mig á hlaupið og ég hljóp heim og settist fyrir framan sjónvarpið og varð vitni að þessu svakalegasta spretthlaupi sem ég hef séð... sko ég man þegar Carl Lewis setti heimsmet 9,86 það þótti svakalegt og sennilega met sem yrði aldrei bætt en núna er líklegt að metið geti farið í 9,5? eitthvað.Hvað hefur breyst...eru þetta sterar?

Svo er ekki annað hægt en að tala um Michael Phelps í sundinu en hann var sín 8 gullverðlaun í nótt á þessum leikum og á 5 gull frá síðustu leikum.Hann er ekki mennskur heldur.Ég sá viðtal við hann eftir heimsmet í flugsundinu þar sem hann var að segja frá því að gleraugun hefðu fyllst af vatni og hann sá ekkert í lauginni og varð því að telja sundtökin til að vita hvenær ætti að snúa.Samt setti gaurinn heimsmet blindur..... þetta gerir íþróttir svo skemmtilegar.

jæja þetta er nóg í bili.

Haldið áfram að kommenta og skrifa í gestabók.Mér finnst að eftir að ég varð að hætta með hina síðuna að fólk hafi hætt að fylgjst með blogginum hjá mér :(  látið heyra í ykkur svo maður viti hvort einhver sé að lesa þetta annars er þetta ekki til neins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlaupið var snild, hreint út sagt.

Svo er það bara leikurinn í kvöld/nót.

Fanney Inga (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 19:33

2 identicon

Það eru ALLIR að lesa þetta, fólk bara gleymir að kvitta, svo ekki gleyma að blogga. Selma Líf biður að heilsa þér og biður mig að minna þig á að hún á afmæli á föstudaginn....

Saldís (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:31

3 identicon

Mikið rosalega var þetta sorglegur leikur.

Fanney Inga (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband