Heppnir !!!!!

Jæja þetta hafðist að lokum að krækja í eitt stig úr þessum Leiðinlega leik.... já hann var leiðinlegur.Ég var búinn að gíra mig upp í gærkvöldi í svakaleik þar sem við gætum spilað áhyggjulaust og leikið okkur að rúlla yfir Egypta...en annað kom á daginn við rétt náðum einu stigi :( og endum því á móti Pólverjum í 8-liða úrslitum...þá er eins gott að ganga út á móti stórskyttunum hjá þeim.Ég man ekki hvað þeir skoruðu mikið á móti okkur síðast utan af velli en það var hellingur...réðum ekkert við þá fyrir utan teig.En strákarnir hljóta að vera hungraðir í sigur...nú er tækifærið á að komast í úrslit á stórmóti og við gerum kröfu um að þeir leggi sig 110% í þann leik.Ég hef fundið á mér að við myndum mæta Pólverjum því í gærkvöldi horfði ég á úrslitaleikinn úr B keppninni 1989 þegar við unnum Pólverja í úrslitum og urðum B-heimsmeistarar.Okkar stærsti sigur held ég frá upphafi.Alfreð Gíslason var valinn maður mótsins.Þá áttum við besta handbolta lið sem Ísland hefur átt...held að það geti enginn þrætt fyrir það... jú við eigum fína einstaklinga núna og og höfum alltaf átt en þá áttum við 2 menn í hverja stöðu... til upprifjunar á liðinu sem var í Frakklandi 89.Markverðir Gummi Hrafnkels,Einar Þorvarðar og Hrafn Margeirs.Línumenn Þorgil Óttar,Geir Sveins og Ísskápurinn Birgir Sigurðsson,Hægra horn Valdi Gríms og Bjarki Sig og vinstra horn Gummi Gumm og Jakob Sigurðsson.Hægri skytta Alfreð,Júlíus Jónasson og Héðinn Gilsson miðja Sigurður Gunnars og Gunni Gunn og vinstri skytta Kristján Ara og Stórskyttan Siggi Sveins þarf að segja meira...2 menn í allar stöður og gott betur en það.Alltaf erfitt að bera svona lið saman en þetta er að mínu mati okkar besta lið frá upphafi.

En við vonum það besta að þeir skáki okkar besta árangri og fari í úrslit.

 Annars er allt fínt að frétta úr sveitinni við erum byrjaðir að slá há sem við rúllum á morgun, getur ekki beðið lengur því við erum að fara suður á fimmtudag í 6 afmæli að mér telst til...ég ætla að telja upp hverjir eiga afmæli þessa helgi og eru staddir í rvk en það eru Afi,Jói í Litluhlíð,Selma Líf,Óli bróðir pabba,Dísa Andersen og Reykjavíkurborg hehe svo er landbúnaðarsýning á Hellu sem við ætlum að kikja á á laugardag.Nóg að gera í borginni

haldið áfram að kommenta


mbl.is Aftur gerði Ísland jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Ég er sammála þér að betra lið höfum við ekki átt síðan 89 en þá er bara kominn tími á að strákarnir afsanni þá kenningu okkar og rúlli yfir Pólverjana.

Ég sé að það er alltaf nóg að gera hjá ykkur þegar þið bregðið ykkur af bæ til stórborgarinnar

Ég skoðaði myndirnar af Þjóðhátíðinni og gat mér til að þú hafir haft öðrum hnöppum að hneppa en að taka myndir

Það er allt gott að frétta héðan úr Eyjum, allir hressir og nóg að gera á sjónum, bið að heilsa ykkur öllum og hafið það sem allra best ykkar frændi Sölvi Breiðfjörð

Sölvi Breiðfjörð , 19.8.2008 kl. 06:08

2 identicon

hæhæ hlakka til að sjá ykkur í bænum :D

Ylfa (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband