19.8.2008 | 22:46
Andvökunótt framundan????
Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn, kvað skáldið.Strákarnir okkar eru að keppa í nótt í 8-liða úrslitum á ólimpíuleikunum í Kina við Pólverja.Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og er ekkert svo svartsýnn á góðann leik af okkar hálfu.
Gunnar þú varst að spá í hrútakaupum í þinni sveit.Ég pantaði 2 hrúta hjá Birni á Melum og Doddi pantaði 1 hjá þér.Svo held ég að fleiri héðan af ströndinni hafi verið að panta þarna hjá ykkur.Það kemur í ljós :)
Við rúlluðum tæpum 30 rúllum af há í dag.Hún var orðin gríðarvel sprottin og því ekkert annað að gera en að slá...við myndum slá meira í þessari törn ef við værum ekki að fara til Reykjavíkur.Eigum eftir að slá slatti í viðbót sirka 80 rúllur gæti ég trúað.
blogga úr rvk næst bæjó
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eruð nú meiru jaxlarnir
Sölvi Breiðfjörð , 19.8.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.