18.12.2008 | 23:29
Styttist í jólin :)
Nú er farið að styttast verulega í jólin og er það bara gaman.Við erum á fullu að handsama fé þessa dagana nú síðast á Fossá í dag.Það eru nokkrar eftirlegu kindur sem vitað er um á Ströndinni og er verið að ná þeim í hús fyrir jólin.Það er búið að klippa (rýja) á öllum bæjum hér í sveit og er það bara gott :)
Ég er búinn að sæða allt fyrir Hákon á Vaðli og er hálfnaður hjá mér,þá er eftir að sæða á Lambavatni 20 des.Það eru ekki fleiri sæðingar hjá mér þetta haustið.
Ég get ekkert notað Perlu ennþá eftir að hún skar sig á fæti :( hún er farin að tilla í fótinn en hann er lítið farinn að gróa.Þannig að ég bara bíð og vona að hún nái sér þannig að ég geti farið að nota hana við að smala aftur.
Litlu jólin voru í skólanum í dag og var staddur góður gestur hjá skólakrökkunum en það var enginn annar en Gisli Einarsson sjónvarpsmaður með meiru.Hann var að taka viðtal við krakkana og svo fór hann til Dodda bróðir að skoða hangikjetið sem hann er að selja.Allir að fylgjst með fréttum næstu daga.
jæja nóg í bili
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvert á svo að fara í guðsþjónustu á jólum?
Baldur Gautur Baldursson, 22.12.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.