Þorláksmessa

Jæja þá er komin 23,des og nýlokið í Birkimel skötuveislu á vegum Ungmannafélagsins á Barðaströnd.Veislan tókst mjög vel og var margt um manninn.Gaman að sjá hvað við erum alltaf dugleg að búa til tilefni til að hittast og er það bara alveg lífsnauðsynlegt í svona fámennri sveit eins og okkar.

Við heimtum tvílembda kind inná Brjánslæk fyrir 2 dögum og erum við bara kátir með það.Hrútarnir eru komnir í féð og því ekkert annað að gera en fara að kvíða vorinu.Það verða komin lömb áður en maður veit af.

Höddi kom með baldri áðan og verður fram yfir áramót.Fleiri koma ekki þessi jólin nema þá ef Haukur og fjölskylda skelli sér yfir áramót ef spáir vel því hann þarf á sjóinn 2.jan og þarf því að komast landleiðina suður.

Jólamessan verður í Hagakirkju eins og vanalega og held ég að séra Leifur frá patró messi þetta árið því það er ekki búið að setja nýja prestinn okkar hana Ástu inn í embættið.

Ég reyni að blogga á morgun.Vona þá að rafmagnið haldist núna er verið að keyra rafmagnið á ljósaavélum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú étur skötu og drekkur "djús"

dögunum skaltu ei kvíða,

búinn að setja hrúta í hús

þeir hamast við að,   undirbúa vorið.

G.G. (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 23:27

2 identicon

Vil bara óska ykkur gleðilegra jólahátíðar.

Kveðja

Gunnar Dalkvist

Gunnar Dalkvist (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband