11.6.2008 | 14:19
Nú þarf að stoppa þetta af !!!!!!!!
Ég vona innilega allt sé í lagi með þennan mann og hann skili sér á land heilu og höldnu...en ég held að landhelgisgæslan þurfi að stoppa svona menn af áður en þeir æða einir út á sjóinn.Mér finnst að það eigi að skilda kajakræðara sem eru í svona ævintýra ferðum að hafa bát sér til aðstoðar á ferðalaginu.Eða þá að þeir kaupi tryggingu fyrir leitinni sem kostar og okkur Íslendinga gríðarlega mikið.Ég tók þátt í leitinni í fyrra sem var gríðarlega umfangsmikil og vel skipulögð veit því vel hvað það er sem ég er að tala um...fólkið sem var týnt í fyrra og gerð gríðarleg leit að hafði enga afsökun fyrir þessu háttarlagi sínu....bara úps!!! við héldum að við hefðum látið vita af okkur...svona atburður eins og i fyrra á að vera til að læra af, ekki láta sömu vitleysuna endurtaka sig á hverju ári.
þetta er mín skoðun :)
Óttast um kajakræðara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í Frakklandi, og eflaust víðar, er fólk skildað að vera með tryggingar þegar ferðast er á fjöllum og í viðlíka ferðum. Ef viðkomandi reynist tryggingalaus þarf hann að greiða úr sínum eigin vasa björgunarkostnað.
Grænlendingar eru með trygginaskildu á alla þá sem ætla þar yfir. Það ætti nú ekki að vera erfitt að skilda erlenda ferðamenn sem sækja Ísland heim í samskonar leiðöngrum.
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 15:38
Og byrjar nú söngurinn....
Einar Steinsson, 11.6.2008 kl. 15:58
Og hvað með rjúpnaskyttur og aðra sem eru að þvælast á eigin vegum fjarri mannabyggðum. Eiga þeir líka að vera með leitartryggingu?
Púkinn, 11.6.2008 kl. 16:29
Hvers vegna gefur þú þér að maðurinn sé ekki með tryggingar í lagi?
Veistu eitthvað um það?
Mér skilst að hann sé meira að segja að safna áheitum með þessu til styrktar björgunarsveitunum.
Slóðin er: http://aroundiceland2008.com/default.aspx
Alveg greinilegt að þú veist uppá hár hvað þú ert að tala um.
Jóhann (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 19:21
Sammála
Auðvitað þurfa þeir sem fara einir í svona ferðalag að vera við öllu búnnir. Og helst að vera í stöðugu sambandi við einhvern við land. Og það væri miklu betra að auki að vera með einhvern á bát hjá sér. Þetta hefur gerst alltof oft núna undanfarið að fólk sem er að ferðast um óbyggðirnar láti ekki vita af sér. En eitthvað þarf að gera í þessu og gera einhverjar skýrar reglur um þetta.
En að fara á kajak í kringum Ísland er bara soldið djarft. Og það einn... Ekki ætla ég að fara leita að honum.
Þurfum við ekki að bara láta tf-lif elta hann alla leið?
Eiríkur Þór Theodórsson, 12.6.2008 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.