blogg

Jæja kominn tími á að henda inn einni blogg færslu.

Sigga systir og tvær dætur hennar eru hérna núna.Svo kemur Haukur og strákarnir fyrir helgina en þeir ætla að hala inn stigum fyrir Barðaströnd á Héraðsmótinu :) Ég hef verið að þjálfa Svenna,Smára og  Freydísi dóttir Siggu síðustu daga og lítur það vel út...verður gaman að sjá hvernig þeim vegnar á mótinu.Og reyndar öllum krökkunum og svo mér gamla manninum en það er búið að plata mig til að taka þátt í nokkrum greinum.

Við erum búnir að rúlla 100 rúllum og er það 12 rúllum meira heldur en í fyrra af sömu stykkjum.Þannig að ekki er hægt að kvarta undan þvi.Núna er norðan hvassviðri með rigningarsudda, kominn tími á vætu en það hefur ekki rignt síðan í mai :( kannski kemur óþurrkatíð núna....vonandi ekki..

Á sunnudaginn síðasta fóru Ég,Sigga,Erna og Pabbi í messu í Saurbæ á Rauðasandi og var það mjög gaman.Þetta var létt sumarmessa og var svo kirkjukaffi í Kirkjuhvammi í boði sóknarnefndar og velunnurum kirkjunnar.

Svo er búið að brasa ýmislegt... grillveislur og kaffiboð

 Svo er fólk byrjað að spá hvað skuli gera um versló...mig langar geðveikt til Eyja....hef aldrei farið á þjóðhátið... ætti maður að fara þangað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 1345

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband