Héraðsmótið búið :) og sundlaugin opnuð á nýjann leik

Héraðsmót HHF var haldið um helgina sem leið... og er skemmst frá því að segja að við frá UMFB vorum hreint frábær.Vorum hársbreidd frá því að lenda í öðru sæti í stigakeppni félaganna en Patró vann,Tálknafjörður í öðru,Barðaströnd í þriðja og Bildudalur í fjórða.Helsta afrek mótsins vann Guðmundur Ingi Gunnarsson frá patró en hann setti nýtt héraðsmet í hástökki er hann stökk 182 cm og var nálægt því að stökkva 185cm.Hann er einungis 16 ára gamall og á ekki langt að sækja hæfileikana en systir hans og jafn aldra mín er Kristin Brynja sem hefur glatt okkar auga með frábærri keppnishörku og dugnaði í bland við helling af hæfileikum....Ég á héraðsmetið i þessum flokki á grasi 176 cm sem ég setti á Bildudal 1998 :)

Það má til gamans geta að við frá Barðaströnd vorum með 6 boðhlaupssveitir og unnu 4 þeirra.Það voru nokkrar systkyna sveitir eins og Pétur og Alex Haukssynir og með þeim Ágúst og Salvar Jóhannssynir í 10 ára og yngri.Ásgeir og Haukur Sveinssynir og Davíð og Aron Valgeirssynir í 17 ára og eldri.Heiða og Ester Torfadætur í 17 ára og eldri.Hafrós og Valdís dætur Ásdísar frá Hvammi í 15-16 ára. Sniðugt hehe

Mér gekk vonum framar á mótinu vann 4 gull,3 silfur og 2 brons í 9 greinum. Og er þá kominn nálægt markmiði sem ég setti mér þegar ég var 14 ára að ná 200 verðlauna peningum og 10 bikurum.Ég er kominn með 180 peninga og 10 bikara.Bara 20 í viðbót þá verð ég sáttur hehe

 Við erum á fullu að heyja eins og flest allir hérna í sveitinni.Það er heldur meiri spretta í ár heldur en í fyrra þrátt fyrir meiri þurrka.

 

jæja læt þetta duga í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svo er hann(við) nú skyld ykkur Múlafólki þannig það er ekki að furða hæfileikana....

Sjáumst von bráðar:-)

Kristín Brynja (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Ég vil óska UMFB til hamingju með árangurinn en með þínum fyrri skrifum sýnist mér þú hafa átt einhvern þátt í þeim

árangri, með því að taka þátt í þjálfun og svo fyrir utan það að keppa sjálfur,  4 gull, 3 silfur og 2 brons í 9 greinum

það er ekkert smá flottur árangur, þannig að ég vil bara óska þér til hamingju með þennan glæsilega árangur hjá þér

og þínu félagi.

Sölvi Breiðfjörð , 8.7.2008 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 1345

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband