24.8.2008 | 23:55
Annað sætið staðreynd :)
Ísland vann annað sætið á ól í handbolta í morgun þegar þeir biðu lægri hlut gegn Frökkum sem fóru gegnum mótið ósigraðir og því sannarlega með besta liðið í mótinu.Við náðum okkur aldrei í gang í morgun og markvörður Frakka átti N1 stórleikinn í markinu á þessu móti enda í liði mótsins sem var valið af góðum hópi manna.Við áttum 3 fulltrúa í 7 manna úrvalsliði mótsins eins og Frakkar og Spánn 1.Óli Stefáns,Guðjón Valur og Snorri Steinn voru kjörnir í úrvalsliðið og eiga það fyllilega skilið.Ég var í miðbænum í nótt og stemmingin í fólkinu var ótrúleg allsstaðar mátti heyra Ísland ,Ísland og greinilega mikil ánægja með strákana okkar á þessu móti.Ég fór af djamminu kl 6 og lagði mig í klukkutíma fyrir leikinn og sofnaði svo strax að honum loknum og svaf til 3 en þá var farið í sturtu og skellt sér í 80 ára afmæli Jóhanns Þorsteinssonar frá Litluhlíð.Afmælið var haldið á Grand Hótel í 150manna sal sem var troðfullur af fólki sem var saman komið til að gleðjast með Jóa og fjölskyldu.Veitingarnar voru mjög góðar og skemmtileg myndasyrpa sem Siggi Barði var búinn að útbúa og var varpað á skjá í salnum við mikla hrifningu viðstaddra.Svo þegar við vorum búin hjá Jóa beið önnur veisla eftir okkur en Þórdís Andersen frá Efri- Arnórsstöðum var að halda uppá 40 ára afmælið sitt og var þar mikil veisla einnig.Þegar ég var búinn þar var komið að öðru stefnumóti en það var við Júlla og Kristin Brynju en það er að komast í vana hjá okkur þegar ég er í bænum þá förum við á American Style í mat og frábært spjall.Lilja kom með Kristinu og var það bara gaman við kiktum á rúntinn eftir matinn og rifjuðum upp gamla tíma á Ströndinni.Maður er heppinn að eiga svona góða vini eins og þau:) jæja ég er að verða væminn...hlýtur að vera af því að ég er þreyttur..er samt að fara í heimsókn til Einínu..
blogga aftur á morgun
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við ætlum að moka ykkur út.....hihihihihihi bara snilld..................
Kristín Brynja (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.