7.12.2008 | 23:05
blogg
jæja við erum búnir að sækja allt féð nema það sem yst á ströndinni.Erum komnir með 403 kindur í hús og þá vantar 136 ef allt kæmi.En það var annað verra í gær þegar við vorum að ná fénu frá Litluhlíð og heim þá hefur Perla hundurinn minn skorið sig mjög ílla á framfót(þófunum) einhvers staðar á leiðinni.Það var komið myrkur þegar við komum heim þannig að ég tók ekkert eftir þessu fyrr en féð var komið í hús.Þá sá ég að snjórinn var allur í blóði sem og fóðurgangurinn :( við reyndum að setja á þetta saumaplástur og svo venjulega plástra.En það er ljóst að hún smalar ekki meir fyrir jól :( og ekki ég heldur.Því ekki fer ég að fara hund laus á fjall.En það er bara að vona að tíminn nái að lækna þetta.Þetta er djúpur skurður og fór innan úr þófunum eitthvað fita eða kjöt eða álika.
Við (Barði) klippti fullorðnuhrútana á laugardagskvöldið og voru þeir ótrúlega þægir greyin.Þá er eftir að klippa 15 lambhrúta,þeir eru nú léttari.
Svo var afmæli í dag hjá frænda mínum Halldóri Eggertsyni,það var svaka veisla og mikil veisluföng.
Nú förum við að taka niður hangilærin úr reykingakofanum,en þau eru eitthvað á þriðja tuginn.
látum þetta duga í bili
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú ert þú í vondum málum. Og ég var búinn að vara þig við( eiga þriðja smalahundinn). Er ekki einhver handlaginn í kunningjahópnum sem getur búið til leðurhosu á særða fótinn?
svanur (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:18
já það er alveg rétt hjá þér Svanur að það þarf að eiga einn hund til vara. Ég veit ekki hvort einhver geti útbúið eitthvað á fótinn....held að Doddi bróðir eigi sokk sem er meintur í svona. Þarf að prófa það.
Ásgeir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.