blogg

nú er 17.júni liðinn og styttist sumarið á hverjum degi :(  það voru mikil hátíðarhöld í Birkimel og hef ég sett inn nokkrar myndir frá því.Kvenfélagið Neisti sá um kaffið og UMFB um skemmtidagskrána.Ég stjórnaði leikjum og vill ég þakka fólki fyrir jákvæðni og leikgleði sem einkenndi gesti 17.júni í Birkimel þetta árið...klapp fyrir ykkur

Ég er byrjaður að leysa af sem frjótæknir á þessu starfsvæði og gengur það bara þokkalega að ég held :)

Við ætlum að fara að standsetja heyvinnutækin, því það styttist í að hægt verði að slá...þeir í Haga eru byrjaðir og segja þeir að það sé ágætis spretta.

kikið á myndirnar og skrifið í gestabókina


Kominn heim :)

Jæja þá er aðalfundi Búnaðarsambands Vestfjarða lokið.Hann var haldinn á Þngeyri að þessu sinni og fáum við hann til okkar á næsta ári :)Margt var rætt á fundinum eins og vanalega og bar þar hæst eins og á fundinum í fyrra sameiningar búnaðarfélaganna.Ef ég ætti að segja frá öllu sem skeði á fudinum þá tæki það heila eílífð...það þurfti 3 ritara þannig að ég ætla ekki að skrifa þetta hérna.... hehe

Síðasta kindin var að bera í þessum töluðu orðum :) rétt fyrir utan gluggan hjá mér...við settum hana á túnið fyrir þrem dögum.

En annars, þá erum við bræður að skella okkur i rvk á morgun :) komum aftur á sunnudag...


Nú þarf að stoppa þetta af !!!!!!!!

Ég vona innilega allt sé í lagi með þennan mann og hann skili sér á land heilu og höldnu...en ég held að landhelgisgæslan þurfi að stoppa svona menn af áður en þeir æða einir út á sjóinn.Mér finnst að það eigi að skilda kajakræðara sem eru í svona ævintýra ferðum að hafa bát sér til aðstoðar á ferðalaginu.Eða þá að þeir kaupi tryggingu fyrir leitinni sem kostar og okkur Íslendinga gríðarlega mikið.Ég tók þátt í leitinni í fyrra sem var gríðarlega umfangsmikil og vel skipulögð veit því vel hvað það er sem ég er að tala um...fólkið sem var týnt í fyrra og gerð gríðarleg leit að hafði enga afsökun fyrir þessu háttarlagi sínu....bara úps!!! við héldum að við hefðum látið vita af okkur...svona atburður eins og i fyrra á að vera til að læra af, ekki láta sömu vitleysuna endurtaka sig á hverju ári.

þetta er mín skoðun :)


mbl.is Óttast um kajakræðara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíar brutu múrinn....

Ég verð að taka ofan fyrir góðum leik Svía í dag gegn þaulskipulögðu liði Evrópumeistaranna.Ef Zlatan hefði ekki sýnt snilli sýna á þessum tímapunkti í leiknum og skorað þá er ég nokkuð viss um að sagan frá því á síðasta EM hefði endurtekið sig...það er Grikkir svæfa andstæðinganna og skora svo eitt mark úr föstu leikatriði.Ég hataði þá á síðasta EM og hata þá aftur núna...þó þeir spili árangursríkann fótbolta þá er hann hundleiðinlegur.Svíar gætu farið nokkuð langt í þessu móti og ef Zlatan og Henke ná saman þá gætu þeir farið í 8 liða úrslit með Svíana.

 Svo er það Spánn.....hvað getur maður sagt.

Ég vill fá David Villa til Liverpool.segi ekkert meira um þá að svo stöddu nema það að þeir eru liklegir til að fara alla leið...enda margir úr Liverpool hjá þeim :)


mbl.is Svíar skelltu Evrópumeisturunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka af þeim putta!!!!!!!!

Svona háttarlag á ekki að líða...ég legg það til að annað hvort verði þeir grýttir eða þá Kína leiðin, taka af þeim þumalinn.Þessir drengir eru klárlega ekki heilir á geði...alveg sama þó þeir hafi verið fullir.Að kasta grjóti í lítil lömb...gengur ekki.
mbl.is Köstuðu grjóti í ær og lömb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

blogg

Jæja það er allt á fullu eins og vanalega hérna á Múla...í gær þá vorum við að vesenast í að setja traktor á björgunarsveitarvörubílinn (vá langt orð) frá okkur sem er að fara í viðgerð hjá Alla í Tálknafirði.Þetta er 590 Ferguson og fæst hann ekki lengur í vinnuvéladrifið og gengur það ekki í sveitinni þegar líður að slátti :) svo er ég að rífa glussadæluna úr Fordinum en hún lekur með leiðslu á lokinu...eitthvað slit í henni.Það þarf að senda það suður í viðgerð.

Svo fór ég á stjórnarfund hjá UMFB sem haldinn var á Vaðli í gær og vorum við að ákveða hvaða leiki ætti að fara í á 17.júni og eins að ræða sundlaugarmál.

 Æi get ekki haft þetta lengra er að fara í sæðingar með Árna á Krossi...

já stjórn Búnaðarsambands Vestfjarða er að koma á eftir.Þeir eru að koma til að tala við þá hjá Búnaðarfélaginu Örlygi en þar hefur ekki verið starfssemi síðustu ár...þeir koma við hérna til að heilsa uppá nýjann formann Búnaðarfélags Barðastrandar (mig) segi frá þessu seinna


Fyrsta bloggið á nýrri síðu :)

Jæja þá er ég kominn með nýja heimasíðu:) og vona ég að þið sem þetta lesið hafið gaman að.Fann ekki þema fyrir landbúnað en það eina sem komst næst því var viðskipti og Fjármál... þannig að ég flokka þessa síðu bara undir blogg...

 Margt er búið að gerast síðan ég bloggaði síðast.Á sjómannadagshelginni var margt brallað.Ég tók þátt í skútuhlaupinu og hljóp þar 5 km og endaði í öðru sæti (algjörlega óæfður).Svo var ég fenginn til að spila fótbolta fyrir útgerðafélagið Skriðnafell og enduðum við í öðru sæti í mótinu eftir tap í vítaspyrnukeppni :( Fjárbúið Innri-Múla var með kvennalið í keppninni og stóðu þær sig með prýði.Heiða,Ester,Alex,Lísa,Fanney og Silja spiluðu fyrir okkur ásamt tveim strákum úr Flókalundi.Svo var fyrirtækja keppni í sundi og sendi Fjárbúið lið þangað skipað 4 kvenmönnum þeim Heiðu,Ester,Silju og Lísu.Erfiðasti andstæðingur þeirra var sjúkarahúsið á patró handhafar bikarsins frá því í fyrra urðu að lúta í gras eftir magnaðann enda sundsprett hjá Lísu.Þær fengu að launum tvo bikara einn til eigna og svo farandbikar og eru þeir báðir geymdir hérna á Múla. Ég fór á öll böllin sem haldin voru um helgina eða 3 talsins og skemmti mér alveg frábærlega.

Svo eftir helgina hófumst við handa við að vinna flög og gera tækin klár fyrir heyskap.Við erum með tvö flög núna bæði úr landi þar sem ekki hefur verið tún áður og því hefur tekið tíma að grjóthreinsa og slétta.Annað flagið er í Hrísnesi og er hátt í 3 hektarar og svo er annað í Litluhlíð tæpir 2 hektarar.Barði sáði í þau í gær og ég valtraði.Ég er búinn að sitja í dráttarvélinni í 10 tíma á dag síðust 4 daga.Þegar ég var búinn í Hrísnesi í gær um 5 leytið þá fór ég að læra að fljúga flugdreka....já en ekki venjulegum flugdreka heldur risastórum flugdreka sem er meintur í að draga mann á bretti á sjónum.Kait Surfing (Veit ekki hvernig á að skrifa þetta) þetta er eins og brimbretti nema að það er flugdreki sem dregur mann á sjónum á ógnarhraða.Ég var nú bara í fjörunni og reyndi að ná tökum á flugdrekanum.vá hvað þetta var erfitt hann dró mann og lyfti ef maður gerði vitleysur og vindurinn náði að komast ínni drekann.Skil ekki hvernig er hægt að standa á bretti í sjónum og láta þetta draga sig.....skil partinn að láta draga sig en hitt ???? þetta var samt ógeðslega gaman....svo eftir það fór ég heim að borða og horfa á restina af handboltaleiknum...tölum ekki um hann..svo kl 9 í gærkvöldi þá var aðalfundur búnaðarfélags Barðastrandar.Þar var helst á dagskrá að kjósa þrjá fulltrúa til að fara á aðalfund Búnaðarsamtaka Vesturlands(Vestfjarða)11 og 12 júni og voru kosnir Ásgeir,Barði og Jóhann Pétur.Svo var kosing um formann og vildi núverandi formaður Hákon Jónsson hætta eftir 11 ár sem formaður.Fór kosning þannig að ég var kosinn Formaður og Jói til vara.Veit ekki hvernig ég klóra mig fram úr því en það leiðir tíminn í ljós :) Eftir fundinn fór ég útað Litluhlíð og kláraði að valtra flagið og var búinn rúmlega eitt í nótt.

jæja þetta er orðið nógu langt er þaggi......

Endilega kvíttið í nýju gestabókina til að ég sjái hvort þið sem lásuð hitt bloggið hafið fylgt mér hingað :) enga feimni

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband