12.8.2008 | 22:42
Til hamingju Ísland!!!!!!!!!!!!!!
nú er gaman að vera Íslendingur í Bratislava sagði Bjarni Fel forðum....en núna hlýtur að vera gaman að vera Íslendingur í Peking... þessi frábæra byrjun okkar manna á ÓL er engu öðru lík.Strákarnir eru að leika fanta vel og þá sérstaklega gaman að fylgjast með Ingimundi í vörninni hann er að spila svo vel að það hálfa væri yfirdrifið nóg:) það taka kannski ekki allir eftir hans vinnu í hjarta varnarinnar en hún er gríðarleg....sóknarleikurinn er ekki nógu góður ennþá að mér finnst :( sé veikleika merki þar....en vona að það lagist í næstu leikjum.
Hérna er lítið að frétta annað en endalaus þurrkur...við erum að taka út skít úr ystuhúsunum en þar þarf að keyra inn á Nalla eða einhverri smávél til að taka út skítinn.Við setjum hann á vagn og keyrum honum útá Haukabergsmóg.
jæja nóg í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2008 | 16:34
Frábært :-)
Frábært að heyra af því að Nýdanskir séu að fara í hljóðver að taka upp plötu og ekki síður gleðilegt að Daníel Ágúst er kominn aftur til þeirra og er þá von á enn betra efni:) sá þá á Þjóðhátíð og þeir voru hreint frábærir og tóku alla gömlu slagarana og vonandi verður nýja platan í gamla stílnum....popp/rokk
Ekta Nýdönsk plata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2008 | 16:14
Byrjaðir á seinni slætti
Við erum búnir að slá aðeins af há hérna heima og svo blett af Hafrastykkinu útá Mýrum.Við þurrkuðum hana mikið og fengum því færri rúllur en meira magn í rúllurnar.Háin er nú ekkert rosavel sprottin og er það mikið til vegna þeirra þurrka sem hafa verið í sumar...það bara rignir ekki!!!! kannski borgar sig ekki að kvarta yfir riginga leysi því þá verður manni refsað yfir göngurnar með ösku rigningu.... við berum skít á þetta sem við slógum,aðallega til beitar og jafnvel ef skyldi rigna væri hægt að slá í þriðja skiftið.
Af framkvædum er það að frétta að við erum búnir að klæða nýja fjárhúsið og tókum líka ytri hliðina á ystuhúsunum og klæddum nýju járni og krossvið undir.Haukur kom eina helgi í júli og var drifið sig í að klæða og tók það ekki nema þrjá daga að klára þetta...
Fólk er farið að spá í smalamennskum og er þegar margir búnir að sýna áhuga á að koma í göngur í haust.Ekki veitir af að fá fólk til að hjálpa til enda gríðarstórt svæði sem við þurfum að smala.Á síðasta hausti var ég 50 daga frá 20 sept til 30 des einhversstaðar á fjöllum að smala....þó það sé gaman að smala og vera með hundinn á fjöllum þá væri maður alveg til í að minnka álagið aðeins í svona 35-40 daga á hausti... við þykjumst vita að féð verði hátt núna í ár enda búnir að vera miklir þurrkar og þá leytar féð hærra uppá fjöllin.Enda sést valla kind hérna með vegunum nema þær sem fara aldrei neitt:( en þeim fer fækkandi enda ekkert alið nema að það gangi í 200 metar hæð yfir sjávarmáli hehe
Svo eru ól leikarnir byrjaðir og þá er veisla á Múla við Pabbi horfum á allt sem við mögulega getum og erum orðnir miklir aðdáendur strandblaks og þá sérstaklega kvenna hehe nei í alvuru þá er ótrúlegt hvað maður horfir á þegar það eru ólimpíuleikar... svo er handboltinn byrjaður að rúlla og við unnum fyrsta leik:) ekki slæmt það en næst eru það heimsmeistarar Þjóðverjar sem fá að lenda í Ísbjörnunum...við höfum nú stundum strítt Þjóðverjum og hver veit hvað skeður.... bara að þeir leggi sig 100% í þetta þá er ég sáttur og enda á orðum Baggalúts "Við vinnum þótt við töpum"
Áfram Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 00:01
Þjóðhátíð 2008 :-)
Upprifjun frá þjóðhátíðarhelginni 2008
Ég lagði upp í langferð á fimmtudegi fyrir verslunarmannahelgi og með í för Lilja Sig frá patró áfangastaður Vestmannaeyjar.(reyndar fékk ég far með henni en) við tókum baldur og voru hellingar af krökkum frá patró þar og var því mikið hlegið og grínast á leiðinni.Svo var farið í höfuðborgina og gengið til náða enda stór helgi á næsta leyti.Ég svaf vel um nóttina annað en ég bjóst við...enda spennist ég svo upp þegar eitthvað svona er að ganga í garð...get ekki neitað því að yfir mig færðist ró að vita til þess að flestir af mínum albestu vinum voru að fara á þjóðhátíð líka.Haukur bróðir skutlaði mér heim til Gunna Sean og Lilju kærustunnar hans en við ætluðum að vera saman í eyjum í húsi ásamt nokkrum öðrum.Við Lilja opnuðum fyrsta bjórinn á Rauðavatni kl 9 um morgun...svo var drukkið þangað til að við fórum í flug.Flugið tók 6 min og gott fólk það rann ekki af okkur hehe þegar við lentum með greiparnar spenntar eftir rússibanareið í lausu lofti var opnaður bjór og hringt í Pál Svavar sem er á vélstjóri á Kab í Vestmanneyjum.Hann hafði aðgang að íbúð og bíl sem var óspart nýttur um þessa helgi.Þegar við vorum búin að henda töskunum upp í blokk fórum við strákarnir á vit ævintýranna uppí fjall að skoða húsin sem er verið að grafa uppúr hrauninu.Svo þegar það var búið fórum við með Palla að skoða bátinn og svo var haldið í ÁTVR að bæta á byrgðirnar(ekki að það hafi verið eitthvað lítil til) við bættu nokkrum kössum við og héldum svo heim.Við fengum okkur næringu og þá ákvað ég að það væri best að ég tjaldaði fyrir utan blokkina ef skyldi hlaupa á snærið hjá mér hehe.Svo var farið í dalinn og vá hvað þetta er gaman...upplifunin að ganga gegnum hliðið var ótrúleg.Fólk af öllum þjóðernum og öllum kynjum samankomið til að skemmta sér og öðrum...og búningarnir af öllum gerðum :) fyrsta kvöldið var brennan á Fjósakletti og svo ball með Land og sonum og í Svörtum Fötum minnir mig....var ekkert að fylgjast með hverjir væru að spila.Ég kikti í Hvítu tjöldin og var tekið sem innfæddum af öllum sem ég heimsótti á Sigurbrautina..fór aldrei í aðra götu reyndar.Svo var farið að sofa kl 8 um mrg í TJALDINU eftir djammið og vaknað kl 13.00 og opnaður bjór um leið og svo farið í sund.Seinni partinn hittumst við krakkarnir í matartjaldinu og fórum í leiki og spiluðum drykkjuspil til að passa að það væri enginn edrú á þjóðhátíð.Svo um kvöldið var flugeldasýningin og váaaaaaaaa 8 min af stanslausum bombum og skrautljósum...það var geðveikt.Svo var ball með Á Móti Sól og í Svörtum Fötum það var líka rosalega gaman.Ég fór á Sigurbrautina eftir miðnættið og hitti þá vin minn Árna Jonsen og tókum við létt spjall um heimsmálin og önnur skemmtileg heit,alltaf gaman að hitta kallinn.Eftir góða stund í Hvítu tjöldunum fór ég á röltið og beint á ball og fór ég ekki heim fyrr en kl 8 um morguninn og skreið útúr TJALDINU uppúr hádegi.Þá var opnaður bjór og rölt beinustu leið í Herjólfsdal að horfa á skemmtiatriðin sem voru alla daga.Seinni partinn hittumst við krakkarnir í matartjaldinu og var að sjálfsögðu farið í drykkjuleiki hehe og svo var rölt í brekkuna til að vera viðstödd brekkusönginn og tilheyrandi.Bubbi byrjaði að kveikja í liðinu og svo kom vinur minn Árni Jonsen og ekki minnkaði stemmingin þá...en gott fólk þegar Hreimur kom á sviðið með gítarinn og byrjaði að syngja Lífið er yndislegt og 134 rauð blys voru tendruð fyrir ofan brekkuna vááaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa engin orð geta lýst því sem fór um huga manns og ætla ég ekki að reyna að segja frá því...people þið sem hafið farið á þjóðhátið og séð þetta vitið hvað ég meina :) svo á eftir því kom besti skemmtikraftur Íslands sjálfur Páll Óskar á sviðið og byrjaði með danspartýið sitt..shit hvað hann er góður að kveikja í liðinu á eftir honum komu Á Móti Sól og í Svörtum Fötum.Á þessum tímapunkti var farið að ganga vel á Vodka flöskuna sem ég drakk dry til að finna fyrir ölvun...bjór hafði ekkert að segja lengur hehe. Það var farið að rigna hressilega og brekkan orðin hreint drullusvað og því ekkert annað að gera en klifra efst í hana og renna sér niður...það er skylda á þjóðhátíð ef er rigning.Ég fór síðastur manna dansgólfinu enda búin að hvíla lúin bein í góðu yfirlæti á Sigurbrautinni..eftir ballið var grínast aðeins á tjaldsvæðinu og haldið heim kl 10 um morguninn og beint í TJALDIÐ.... þar vaknaði ég með Wisky pela og tóma Vodka flösku og eins og sönnum sveitamanni sæmir :) EN ég verð að viðurkenna það að ég svaf til 17.00 á mánudeginum og langaði ekkert að fara aftur niðrí dal... vá hvað þetta er orðið langt blogg...við reyndum að komast í flugið á mánudeginum en ekki séns..við vorum með þriðjudagsmiða og það skal standa var okkur sagt eftir 3 tíma bið eftir afgreiðslu :( þá fórum við bara heim að lúlla og ákváðum að vakana 7 morguninn eftir til að verða fremst í röðinni en nei aldeilis ekki það var komin 40 metra biðröð..kommon kl 7 um morgun..þá fékk ég nett áfall en það skánaði þegar Lilja sá vinkonur sínar fremst í röðinni og smygluðum við okkur þangað og komumst í 5 vélina sem fór frá eyjum þennan fagra þriðjudag...og þegar ég kom til rvk var haldið strax vestur með Lilju Sig sem var svo góð að bíða eftir mér í einn dag:) koss og knús Lilja
jæja það er eins og það hafi losnað ritstífla... endilega kommentið þið á þetta hjá mér og vonandi sér fram á bjartari dagi í blogginu þegar rökkrið færist yfir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.7.2008 | 00:20
Lélegur bloggari:(
Fyrirgefiði kæru lesendur....ég er búinn að vera svakalegur lélgur í blogginu síðustu daga :( margt er búið að gera á þessum dögum bloggleysis og get ég því ekki afsakað mig með því að mig hafi vantað efni til að skrifa um.
Sundlaugin gengur vel og er metaðsókn í hana í sumar :) nú styttist í verslunarmannahelgina og er stefnan sett á Vestmannaeyjar :) Sölvi þú mátt búast við mér í heimsókn....og ef verður rigning þá flyt ég inn til þín hehe nei ég segi svona ég hef hugsað mér að kikja á þig.Við erum búnir að tala oft saman á blogginu og því tími til kominn að við hittumst....vona að ég verði viðræðu hæfur en það verður að koma í ljós :) Veit ekki hvað skal skrifa meir.... það er búið að vera gestagangur hérna og er það voðagaman..endilega þið sem lesið þetta og eruð á ferðinni að koma við á Múla :)
læt þetta duga í bili bæbæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2008 | 00:40
Langt komnir með að heyja :)
Við erum langt komnir með að heyja og er einungis eftir það sem við bárum á síðast.Það er svipuð spretta og í fyrra þótt það hafi ekki ringt í meir en mánuð. Við erum að keyra rúllunum heim og klárum það vonandi á morgun.
Það er búinn að vera gestagangur hérna síðustu daga og er það gaman :)
nenni ekki að blogga meira
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.7.2008 | 20:57
Héraðsmótið búið :) og sundlaugin opnuð á nýjann leik
Héraðsmót HHF var haldið um helgina sem leið... og er skemmst frá því að segja að við frá UMFB vorum hreint frábær.Vorum hársbreidd frá því að lenda í öðru sæti í stigakeppni félaganna en Patró vann,Tálknafjörður í öðru,Barðaströnd í þriðja og Bildudalur í fjórða.Helsta afrek mótsins vann Guðmundur Ingi Gunnarsson frá patró en hann setti nýtt héraðsmet í hástökki er hann stökk 182 cm og var nálægt því að stökkva 185cm.Hann er einungis 16 ára gamall og á ekki langt að sækja hæfileikana en systir hans og jafn aldra mín er Kristin Brynja sem hefur glatt okkar auga með frábærri keppnishörku og dugnaði í bland við helling af hæfileikum....Ég á héraðsmetið i þessum flokki á grasi 176 cm sem ég setti á Bildudal 1998 :)
Það má til gamans geta að við frá Barðaströnd vorum með 6 boðhlaupssveitir og unnu 4 þeirra.Það voru nokkrar systkyna sveitir eins og Pétur og Alex Haukssynir og með þeim Ágúst og Salvar Jóhannssynir í 10 ára og yngri.Ásgeir og Haukur Sveinssynir og Davíð og Aron Valgeirssynir í 17 ára og eldri.Heiða og Ester Torfadætur í 17 ára og eldri.Hafrós og Valdís dætur Ásdísar frá Hvammi í 15-16 ára. Sniðugt hehe
Mér gekk vonum framar á mótinu vann 4 gull,3 silfur og 2 brons í 9 greinum. Og er þá kominn nálægt markmiði sem ég setti mér þegar ég var 14 ára að ná 200 verðlauna peningum og 10 bikurum.Ég er kominn með 180 peninga og 10 bikara.Bara 20 í viðbót þá verð ég sáttur hehe
Við erum á fullu að heyja eins og flest allir hérna í sveitinni.Það er heldur meiri spretta í ár heldur en í fyrra þrátt fyrir meiri þurrka.
jæja læt þetta duga í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2008 | 00:40
Ótrúlegt
Þessi kanar eru svakalegir...skera barn úr móðurkviði :( finnst samt eins og þetta sé ekki fyrsta skiftið sem maður heyrir um það í USA að svona voðaverk sé framið? minnir það allavega
Það er bara vonandi að litla barnið nái sér að fullu eftir þetta:) hvað gegnur fólki til þegar það framkvæmir svona....er það hatur eða græðgi sem drífur mann í að rista ófríska konu á kvið og stela af henni barninu...mér er spurn? maður skilur ekki svona
Skar barn úr móðurkviði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2008 | 00:13
blogg
Jæja kominn tími á að henda inn einni blogg færslu.
Sigga systir og tvær dætur hennar eru hérna núna.Svo kemur Haukur og strákarnir fyrir helgina en þeir ætla að hala inn stigum fyrir Barðaströnd á Héraðsmótinu :) Ég hef verið að þjálfa Svenna,Smára og Freydísi dóttir Siggu síðustu daga og lítur það vel út...verður gaman að sjá hvernig þeim vegnar á mótinu.Og reyndar öllum krökkunum og svo mér gamla manninum en það er búið að plata mig til að taka þátt í nokkrum greinum.
Við erum búnir að rúlla 100 rúllum og er það 12 rúllum meira heldur en í fyrra af sömu stykkjum.Þannig að ekki er hægt að kvarta undan þvi.Núna er norðan hvassviðri með rigningarsudda, kominn tími á vætu en það hefur ekki rignt síðan í mai :( kannski kemur óþurrkatíð núna....vonandi ekki..
Á sunnudaginn síðasta fóru Ég,Sigga,Erna og Pabbi í messu í Saurbæ á Rauðasandi og var það mjög gaman.Þetta var létt sumarmessa og var svo kirkjukaffi í Kirkjuhvammi í boði sóknarnefndar og velunnurum kirkjunnar.
Svo er búið að brasa ýmislegt... grillveislur og kaffiboð
Svo er fólk byrjað að spá hvað skuli gera um versló...mig langar geðveikt til Eyja....hef aldrei farið á þjóðhátið... ætti maður að fara þangað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 00:20
loksins blogg :)
Ég er búinn að vera latur að blogg undanfarið og verð það sjálfsagt í sumar.......nenni bara ekki þegar ég fæ frítíma að eyða honum fyrir framan tölvuna.
Unglingamót HHF var um helgina og fór ég sem starfsmaður og (faglegur ráðgjafi) að sjálfsögðu á það.Get engann veginn slitið mig frá frjálsíþróttunum og vona ég að ég geti miðlað einhverju til krakkana af minni reynslu...
Jóna,Enok og Elmar Freyr Hauksson 2 ára komu hingað um helgina og er þetta í fyrsta skiftið sem Elmar kemur foreldralaus í sveitina og gekk það rosalega vel.Hann grenjaði aldrei eða leiddist eftir mömmu sinni og pabba.
Svo mönnuðum við okkur upp í dag og rukum i að klæða nýja fjárhúsið að utan og kláruðum efri gaflinn.Kíkjum líka á þetta á morgun ef veður leyfir:)
jæja ég er orðinn þreyttur og ætla að halla mér......bæ á meðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar