26.8.2008 | 11:03
Nostradamus...
sko það fór eins og ég sagði með Fálkaorðurnar :) Óli forseti hefur greinilega fylgst með skrifum mínum og tekið mig á orðinu.Ánægður með kallinn að veita þeim öllum viðurkenningu fyrir framlag sitt á ól í Peking.Nú er bara að fjölmenna á laugarveginn og fagna okkar mönnum.
Við Barði komum vestur í gær og er gott að vera kominn heim þó ekki að það fari neitt ílla um mann í rvk þvert á móti, en það er alltaf gott að komast heim til sin ;) Lítið var keypt í þessari ferð enda ekki bjart framundan hjá okkur sauðfjárbændum, eigilega bara kolsvart ástand :( þeir voru hálfpartinn að lofa okkur hjá áburðarverksmiðjunni að það yrði 100% hækkun á áburðinn á næsta ári.Þá held ég að margir munu hættu þessu búskaparbrölti.Þessi verð hækkun sem er búið að bjóða okkur núna er ekki fyrir salti í grautinn,18 % hækkun frá síðasta ári er hlægileg og í raun skammarleg.Viðmununarverðið sem LS gaf út hljóðaði uppá 27% hækkun bara til að standa á núlli frá því í fyrra...meiri er metnaðurinn ekki hjá okkar ágætu stjórn..ég vildi sjá 50% hækkun og þá hefðum við fengið 30-35% hækkun á kjötið og hefðum þvi staðið aðeins betur en í fyrra en ekki öfugt... ég veit ekki hvernig þetta á að reka sig þegar það er tekið meira af okkur heldur en við fáum..ég er ekki mjög góður í reikningi en skil samt að það dæmi gengur ekki upp...afhverju heyrist ekki meira í okkur sauðfjárbændum, erum við búin að gefa upp alla von eða? er loksins búið að brjóta okkur niður ? kannski eru allir bara orðnir fegnir að geta hætt að búa og flytjast á malbikið? Það er ekkert annað sem býður okkar ef ekki verður hækkað verulega við okkur afurðaverðið eða þá beingreiðslurnar.Mér líst nú betur á það siðar nefnda.Svo verður útflutningurinn lagður niður á næsta ári og þá lækkar afurðaverðið meira :( það er pottþétt
Ég lýsi eftir Einari K. Guðfinnssyni hvað ætlar sá maður að gera????? að við skulum líða fyrir þensluna í rvk...ekki gott... hérna var engin þensla og enginn uppgangur en samt kemur þetta harðast niður á okkur sauðfjárbændum...
jæja nú er ég orðinn pirraður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 23:55
Annað sætið staðreynd :)
Ísland vann annað sætið á ól í handbolta í morgun þegar þeir biðu lægri hlut gegn Frökkum sem fóru gegnum mótið ósigraðir og því sannarlega með besta liðið í mótinu.Við náðum okkur aldrei í gang í morgun og markvörður Frakka átti N1 stórleikinn í markinu á þessu móti enda í liði mótsins sem var valið af góðum hópi manna.Við áttum 3 fulltrúa í 7 manna úrvalsliði mótsins eins og Frakkar og Spánn 1.Óli Stefáns,Guðjón Valur og Snorri Steinn voru kjörnir í úrvalsliðið og eiga það fyllilega skilið.Ég var í miðbænum í nótt og stemmingin í fólkinu var ótrúleg allsstaðar mátti heyra Ísland ,Ísland og greinilega mikil ánægja með strákana okkar á þessu móti.Ég fór af djamminu kl 6 og lagði mig í klukkutíma fyrir leikinn og sofnaði svo strax að honum loknum og svaf til 3 en þá var farið í sturtu og skellt sér í 80 ára afmæli Jóhanns Þorsteinssonar frá Litluhlíð.Afmælið var haldið á Grand Hótel í 150manna sal sem var troðfullur af fólki sem var saman komið til að gleðjast með Jóa og fjölskyldu.Veitingarnar voru mjög góðar og skemmtileg myndasyrpa sem Siggi Barði var búinn að útbúa og var varpað á skjá í salnum við mikla hrifningu viðstaddra.Svo þegar við vorum búin hjá Jóa beið önnur veisla eftir okkur en Þórdís Andersen frá Efri- Arnórsstöðum var að halda uppá 40 ára afmælið sitt og var þar mikil veisla einnig.Þegar ég var búinn þar var komið að öðru stefnumóti en það var við Júlla og Kristin Brynju en það er að komast í vana hjá okkur þegar ég er í bænum þá förum við á American Style í mat og frábært spjall.Lilja kom með Kristinu og var það bara gaman við kiktum á rúntinn eftir matinn og rifjuðum upp gamla tíma á Ströndinni.Maður er heppinn að eiga svona góða vini eins og þau:) jæja ég er að verða væminn...hlýtur að vera af því að ég er þreyttur..er samt að fara í heimsókn til Einínu..
blogga aftur á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 21:13
Sæma þá alla Fálkaorðu :)
Það er mín skoðun eftir frammistöðu strákana okkar í leiknum í dag á móti Spánverjum að það skuli sæma alla leikmenn íslenska landliðsins Fálkaorðu... þessi sigur í dag er stærsta stund Íslands fyrr og síðar.Óli Stefáns fór hamförum í dag og leiddi okkar menn með sinni frábæru baráttu og sigurvilja.Vendipunktur leiksins var þegar Óli reif boltann úr höndum spánverja og Ísland skoraði.Þvílíkur leiðtogi og fyrirmynd sem við eigum á okkar litla skeri.Núna er bara að halda áfram og koma heim með gullið:) við getum það alveg....
Ólafur Ragnar hitti naglann á höfuðið í dag og skoraði á okkur að fara á djammið og fagna þessu og það skulum við gera:) Ísland er stórasta land í heimi
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 11:43
Munar öllu !!!!!!!
Rauðu búningarnir hafa gert okkur gott í þessu móti,sem og þessir bláu.Þó svo við höfum tapað einum leik í bláu búningunum þá þýðir það samt ekki að við getum skellt skuldinni á búningana.Við áttum að vinna þann leik og fengum gott tækifæri til þess að jafna leikinn í lokin...en nú er bara að taka á þessu strákar.Við sitjum hérna í Asparholtinu ég,Jóna og Dísa.Það verður mikil stemming hérna hjá okkur og er góður fílingur hjá okkur fyrir þessum leik....
áfram ísland
Ísland leikur í rauðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 11:16
Auðvitað ekki....
Afhverju ættu við Íslendingar að vera hræddir að keppa á móti þessum strákum? þetta eru félagar þeirra í félagsliðum þeirra...við erum alveg jafngóðir og allir aðrir á þessu móti og bara betri ef eitthvað er...en núna er bara að taka spánverjana í 4-liða úrslitunum og leika um gullið :)
Ég fór á landsleikinn í fótbolta í gær með Pétri Árna og Alex Þór og skemmtum við okkur rosavel bara....
blogga í kvöld
Logi Geirsson: „Ekkert hræddur við að kýla á þetta“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2008 | 09:16
jeeeeeeessssssssssssssss
Tilfinningin var góð hjá mér fyrir leikinn og ekki versnaði hún þegar leið á leikinn.Við svo sannarlega sýndum þeim hvernig á að spila handbolta.Pólska liðið sá aldrei til sólar í þessum leik.Ef þeir komust í gegn þá varði Bjöggi.Vörnin spilaði eins og ég var að vona mjög árásargjarnir og í raun GEÐVEIKIR eins og Björgvin sagði sjálfur eftir leikinn.Spáið í því að núna eru allir svo jafnir og það er það sem er að skapa þennan árangur.Nú þarf Óli eða Guðjón ekki að skora 10 mörk hvor svo við eigum möguleika heldur eru allir á (markaskónum).Nú er tækifærið sem ég talaði um í blogginu í gær að komast í úrslit.Þetta var stærsta hindrunin á leiðinni, við getum unnið bæði Kóreu og Spán á hverjum degi en ekki Pólverja.En sem betur fer tókst það í dag og held ég að allir okkar menn séu ennþá heilir.Það er mjög mikilvægt þegar komið er svona langt í mótinu.Það er erfitt að tína einstakamenn útúr liðinu en Bjöggi og Róbótinn(Alexander) voru stórkostlegir og án þeirra værum við ekki á leið í úrslit á Ólimpiuleikunum í Peking. við erum komin á úrslit jihaaaaaaaa
Ísland í undanúrslit á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2008 | 22:46
Andvökunótt framundan????
Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn, kvað skáldið.Strákarnir okkar eru að keppa í nótt í 8-liða úrslitum á ólimpíuleikunum í Kina við Pólverja.Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og er ekkert svo svartsýnn á góðann leik af okkar hálfu.
Gunnar þú varst að spá í hrútakaupum í þinni sveit.Ég pantaði 2 hrúta hjá Birni á Melum og Doddi pantaði 1 hjá þér.Svo held ég að fleiri héðan af ströndinni hafi verið að panta þarna hjá ykkur.Það kemur í ljós :)
Við rúlluðum tæpum 30 rúllum af há í dag.Hún var orðin gríðarvel sprottin og því ekkert annað að gera en að slá...við myndum slá meira í þessari törn ef við værum ekki að fara til Reykjavíkur.Eigum eftir að slá slatti í viðbót sirka 80 rúllur gæti ég trúað.
blogga úr rvk næst bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 20:03
Heppnir !!!!!
Jæja þetta hafðist að lokum að krækja í eitt stig úr þessum Leiðinlega leik.... já hann var leiðinlegur.Ég var búinn að gíra mig upp í gærkvöldi í svakaleik þar sem við gætum spilað áhyggjulaust og leikið okkur að rúlla yfir Egypta...en annað kom á daginn við rétt náðum einu stigi :( og endum því á móti Pólverjum í 8-liða úrslitum...þá er eins gott að ganga út á móti stórskyttunum hjá þeim.Ég man ekki hvað þeir skoruðu mikið á móti okkur síðast utan af velli en það var hellingur...réðum ekkert við þá fyrir utan teig.En strákarnir hljóta að vera hungraðir í sigur...nú er tækifærið á að komast í úrslit á stórmóti og við gerum kröfu um að þeir leggi sig 110% í þann leik.Ég hef fundið á mér að við myndum mæta Pólverjum því í gærkvöldi horfði ég á úrslitaleikinn úr B keppninni 1989 þegar við unnum Pólverja í úrslitum og urðum B-heimsmeistarar.Okkar stærsti sigur held ég frá upphafi.Alfreð Gíslason var valinn maður mótsins.Þá áttum við besta handbolta lið sem Ísland hefur átt...held að það geti enginn þrætt fyrir það... jú við eigum fína einstaklinga núna og og höfum alltaf átt en þá áttum við 2 menn í hverja stöðu... til upprifjunar á liðinu sem var í Frakklandi 89.Markverðir Gummi Hrafnkels,Einar Þorvarðar og Hrafn Margeirs.Línumenn Þorgil Óttar,Geir Sveins og Ísskápurinn Birgir Sigurðsson,Hægra horn Valdi Gríms og Bjarki Sig og vinstra horn Gummi Gumm og Jakob Sigurðsson.Hægri skytta Alfreð,Júlíus Jónasson og Héðinn Gilsson miðja Sigurður Gunnars og Gunni Gunn og vinstri skytta Kristján Ara og Stórskyttan Siggi Sveins þarf að segja meira...2 menn í allar stöður og gott betur en það.Alltaf erfitt að bera svona lið saman en þetta er að mínu mati okkar besta lið frá upphafi.
En við vonum það besta að þeir skáki okkar besta árangri og fari í úrslit.
Annars er allt fínt að frétta úr sveitinni við erum byrjaðir að slá há sem við rúllum á morgun, getur ekki beðið lengur því við erum að fara suður á fimmtudag í 6 afmæli að mér telst til...ég ætla að telja upp hverjir eiga afmæli þessa helgi og eru staddir í rvk en það eru Afi,Jói í Litluhlíð,Selma Líf,Óli bróðir pabba,Dísa Andersen og Reykjavíkurborg hehe svo er landbúnaðarsýning á Hellu sem við ætlum að kikja á á laugardag.Nóg að gera í borginni
haldið áfram að kommenta
Aftur gerði Ísland jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2008 | 11:57
Danskur dagur :)
Já danskir dagar voru víðar en í Stykkishólmi í gær.Ég held að það hafi bara verið danskur dagur á flestum heimilum í gær eftir magnaðan leik Íslands geng frændum okkar Dönum.Ég var með blóðþrýstingsmælir í gær og skellti honum á mig þegar Arnór fiskaði vítakastið og venjulega er ég með 120 í efri og 70 í neðri og svona 60 slög á mín en í gær var það 180 í efri og 70 í neðri og 109 slög á min.Og þegar Snorri skoraði úr vítinu og flautað var af þá titraði ég í sófanum.Þessi leikur var hreint frábær og bauð uppá allt það besta sem hægt er að hugsa sér.Ég skil samt ekki lætinn í Ulrik Wibek þjálfara dana yfir dómgæslunni, mér fannst halla á okkur frekar en þá.Þó að Danir séu Evrópumeistarar þá eiga þeir enga forgjöf skilið frekar en önnur lið.Núna er bara að leggjast yfir hvaða lið hentar okkur best úr hinum riðlinum og spila leikinn við Egypta eftir því.Ég held að það væri best fyrir okkur að sleppa við Frakka og Pólverja reyna frekar að fá Balic og félaga frá Króatíu eða þá risana frá Spáni.Þetta eru engir aukvisar frekar en þau lið sem við erum búnir að leggja að velli í okkar riðli.Króatar eru ríkjandi Ólimpíumeistarar ef ég man rétt...
Svo verð ég að minnast á 100m hlaup karla váaaaaaaaaaaa Bolt er ómennskur 9,69 nýtt heimsmet og hann skokkaði síðustu 20 metrana.Þetta er bara rugl og ég held að heimsmet Michael Johnson frá Atlanta 19,32 í 200m sé í hættu...þótt ótrúlegt sé en því heimsmeti gleymir maður aldrei...svakalegt hlaup 9,66 sitthvorir 100 metrarnir.Það munaði litlu að ég missti af 100 metra hlaupinu en það vildi til að Kristin Brynja hringdi til að minna mig á hlaupið og ég hljóp heim og settist fyrir framan sjónvarpið og varð vitni að þessu svakalegasta spretthlaupi sem ég hef séð... sko ég man þegar Carl Lewis setti heimsmet 9,86 það þótti svakalegt og sennilega met sem yrði aldrei bætt en núna er líklegt að metið geti farið í 9,5? eitthvað.Hvað hefur breyst...eru þetta sterar?
Svo er ekki annað hægt en að tala um Michael Phelps í sundinu en hann var sín 8 gullverðlaun í nótt á þessum leikum og á 5 gull frá síðustu leikum.Hann er ekki mennskur heldur.Ég sá viðtal við hann eftir heimsmet í flugsundinu þar sem hann var að segja frá því að gleraugun hefðu fyllst af vatni og hann sá ekkert í lauginni og varð því að telja sundtökin til að vita hvenær ætti að snúa.Samt setti gaurinn heimsmet blindur..... þetta gerir íþróttir svo skemmtilegar.
jæja þetta er nóg í bili.
Haldið áfram að kommenta og skrifa í gestabók.Mér finnst að eftir að ég varð að hætta með hina síðuna að fólk hafi hætt að fylgjst með blogginum hjá mér :( látið heyra í ykkur svo maður viti hvort einhver sé að lesa þetta annars er þetta ekki til neins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.8.2008 | 11:09
Loksins rigning....
Það kom að því að það færi að rigna á okkur hérna á Barðaströndinni, en það hefur varla ringt síðan í mai sem heitið getur :( maður sér hána á túnunum rjúka upp við vætuna.Við erum búnir með allan skít þetta haustið og er það mikill áfangi.Gott að eiga hann ekki eftir þegar smalamennskurnar byrja eins og vanalega.
Það var fundur hjá sauðfjárræktarfélaginu í gærkvöldi í Birkimel og var verið að ræða smalamennskur og ómskoðun á komandi hausti.Við á Múla verðum að öllu óbreyttu að smala síðustu helgina í september og einnig að rétta þá helgi.Svo er búið að panta Birkimel fyrir réttarball og verður það eftir Múlarétt.Þetta er hljómsveit úr Stykkishólmi sem ætlar að halda þetta ball.Við eigum eftir að tala við smalana okkar hvenær henti þeim að koma til okkar uppá hvenær hægt sé að byrja að smala.En það var ákveðið í gær að fara norður í Trostansfjörð fyrstu helgina í okt og taka jafnvel 2 daga í það að smala það....en það fer eftir mannskap hvort það náist á einum degi eða tveim.
Pabbi fór suður í gær í afmæli Óla bróður sins en hann er að halda uppá 90ára afmæli sitt í dag ásamt konu sinni henni Helgu Vigfúsdóttur en hún er 85 ára seinna í haust.Til hamingju með það bæði tvö :)
Svo eru ól leikarnir á fullu og reyni ég að fylgjst með eins og ég get.Ég horfði t.d á Þórey Eddu í nótt í stangarstökkinu en það fór ekki eins vel og maður hafði vonað, en hún komst ekki í úrslit.Minn uppáhalds íþróttamaður Yelena Ysenbayeva eða hvernig sem það er skrifað komst með léttu í úrslit í stönginni og er hún í feikna formi og líkleg til að setja enn eitt heimsmetið.
Svo er handboltinn á eftir Ísland-Danmörk shit veit ekkert hvað skal segja um þann leik...við getum unnið alla og tapað fyrir öllum...bara vonandi að það verði sigur.Ef við vinnum Dani þá erum við nokkuð líklegir á þessu móti til stórra afreka...En svo getur líka allt skeð og við ekki komist áfram úr riðlinum.Okkar riðill er svakalega sterkur miðað við a-riðill sem innheldur Japan og Brasilíu.Hefði nú verið til í að hafa annað þeirra í okkar riðli.En við vinnum bara alla og þá er ekkert vesen..
ÁFRAM ÍSLAND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar