Ball á morgun :)

jæja það er komið að hinu árlega sælkjerakvöldi á patró, og er það haldið á morgun...Það er búið að skrá sig 200 manns hef ég heyrt og er það býsna gott.Helga Braga er veislustjóri held ég...verð með myndavélina með mér..

Ljósið kom vel út í gærkvöldi og lýsir bara helviti vel.Við fórum ekkert að vinna í réttinni í gær enda rigningar úði öðru hvoru..

Ég fór með björgunarsveitarbílinn á patró í dag og ætlum við að láta hann standa þar til sýnis meðan afmælishátíðin er hjá þeim.Svo eigum við að standa vörð um þyrluna á morgun þegar hún kemur í afmælið.

jæja nenni ekki að blogga meira


blogg

Ég er búinn að keyra heim rúllunum og koma þeim í stæðu :) Við erum komnir með 600 rúllur,70 rúllum meira en í fyrr a og á það að duga í vetur þó það fjölgi aðeins... Við vorum að dunda margt í dag...settum upp nýtt útiljós á hlöðuna, ljósastauraljós.Verður gaman að sjá í kvöld hvernig það kemur út.Svo fórum við í réttina og skiftum um nokkur borð í henni, og förum aftur á morgun til að klára það sem þarf að gera í réttinni til að hún verði klár þegar þarf að nota hana.

Pabbi er farinn að taka upp kartöflurnar og er mikil uppskera.....ég sneiddi nokkrar stórar í gær og djúpsteikti....ummmm rosa góðar :)

Hvernig eignast ég bloggvini hérna....kann ekki á það?


Búnir að heyja :)

Jæja það kláraðist að rúlla í gær öllu sem var búið að slá og náðust 250-300 rúllur af þessum 40-50 ha sem var búið að slá.Þá erum við komnir með 100 rúllum meira en í fyrra og er það gott því það fjölgar eitthvað í haust.Svo veit maður ekki hvort fari meira af rúllum núna þegar við erum komnir með gjafagrindur? það kemur í ljós....

núna styttist í göngurnar og ekki seinna vænna hjá fólki að bóka sig :) ef það hefur áhuga á að koma í smalamennskur á fallegasta svæði landsins.

Svo er sælkjerakvöld á patró um helgina og er verið að spá í að mæta þangað....


Það passaði alveg....það ringdi í nótt :(

Það ringdi í nótt á alla hána sem var búið að slá....við rúlluðum 20 rúllum í gærkvöldi af nýræktar há sem var orðin vel þur.Hefðum getað rúllað meira en ákváðum að geyma það til morguns(á morgun segir sá lati) en þá er komin rigning......það er svona í sveitinni hehe

Nú er maður orðinn spenntur að vita hvort við fáum leyfi til að kaupa Hrúta í haust?Það sóttu flestir um að kaupa hrúta héðan af Ströndinni að ég best veit... féð lítur vel út og held ég að vænleikinn verði alveg í meðallagi þrátt fyrir mikla þurrka.Búinn að sjá nokkra lambhrúta sem eru líklegir til ásetnings.Það er bara að tíðarfarið haldist svona út haustið, það er rigning og sól til skiptis.Ef það fer að rigna of mikið þá fara lömbin að rýrna eins og í fyrra:( það  er ekki gott

jæja bless í bili

muna að kommenta


Skref í rétta átt :)

Held að þetta sé rétt ákvörðun hjá Margréti Láru að fara í atvinnumennsku í haust.Þó það sé mikill missir fyrir okkur sem fylgjumst með kvennaknattspyrnu hérna heima.En ég vona bara að hún komist í topplið og nái titlum.Hún er fæddur sigurvegari og á skilið að komast í sigurlið eins og Val :)Ég held að þurfi fleiri stelpur að halda í atvinnumennsku til að efla íslenska kvennaknattspyrnu.Þó margt sé vel gert hérna heima þá er samkeppnin lítil sem engin og það stendur í vegi fyrir framförum leikmanna þegar þeir þurfa ekkert að bæta sinn leik.

Vonandi að sem flestar fari í atvinnumennsku :)

 

 


mbl.is Margrét Lára: Minn tími á Íslandi búinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búnir að slá allt :)

jæja ég var varla búinn að senda inn færsluna í gær fyrr en við rukum í að slá:) við fórum i samvinnu við Gísla í Rauðsdal og fengum hjá honum aðra sláttuvélina og slóum því að þremur vélum í gær og í dag.Við vorum að reyna að reikna út hvað lagi flatt og er það 40 ha ef okkur reiknast rétt til.Það er bara að vona að veðrið haldist svona gott...Það er misjafnt sprottið en í heildina þokkalegt.

jæja nenni ekki að skrifa meira


Svona endar þetta hjá okkur sauðfjárbændum :(

Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt að menn skuli verða sviptir sínum atvinnutækjum,hvort sem þeir eru lamaðir eða ekki.Ég held að það meigi búast við fleiri svona fréttum af bændum sem missa sín tæki vegna greiðsluerfiðleika.Hvernig eigum við að geta borgað af þessum tækjum þegar lánin hækka alltaf við hver mánaðarmót en afurðirnar hækka lítið sem ekkert... meðalbú hérna á þessu svæði þar sem eru engin tök á að verktakar heyi fyrir okkur þarf að eiga tæki uppá tugi milljóna...ein dráttarvél (ný) kostar hátt í 10 milljónir og það er eins og ársveltan.

Ég er hræddur um að það eigi margir eftir að taka ákvörðun í haust um að hætta næsta haust :( ég segi fyrir mig að ég ætla að hugsa mig vel um áður en maður fer að kaupa áburð fyrir næsta ár.

jæja nóg af svartsýni í bili...það er að birta og vonandi að gera veður til að slá :)


mbl.is Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STORMUR !!!!!!!!

Nú er úti norðan vindur og á ég úti allar kindur... það blæs hraustlega í dag.Við lokuðum öllum gluggum á nýja húsinu í gær af ótta við storminn sem var spáð í dag.Allt timbur bundið niður og tæki sett í skjól eða aftan í dráttarvélarnar til að halda þeim niðri.Þetta er nú svo sem ekkert ofsaveður en það blæs nokkuð hraustlega.Það passar alltaf til að þegar það er stórstreymi þá er vitlaust veður :( það er oftast svoleiðis.Þannig að nú þarf að vakta hólmana betur en vanalega.

Það er bara vonandi að það þorni núna eftir þennan blástur svo hægt verði að slá hána sem er eftir.Það eiga allir eftir að slá há hérna á Ströndinni, en vegna rigninga hefur enginn getað slegið neitt í hálfan mánuð.Háin er orðin gríðarlega vel sprottin að mér sýnist og því ekkert annað að gera þegar gerir veður að slá allt sem á að slá.


Sammála :)

já það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur, sagði Ólafur Stefánsson þegar hann ávarpaði fólkið á Arnarhóli í gær.Ég er honum fyllilega sammála og veit að allir Íslendingar eru sama sinnis.Allt showið í gær frá því að þeir lentu á Reykjavíkurflugvelli og enduðu á Bessastöðum var STÓRKOSTLEGT.Gaman að sjá hversu margir tóku þátt í þessu hátíðarhöldum fyrir strákana okkar.Ég var með samfellda gæsahúð frá því kl 16,15 til rúmlega 20,00 þá hélt ég að það færi að líða yfir mann af monti :) ég kallaði á mömmu í gær að koma og horfa á þegar Forsetinn var að afhenda Fálkaorðurnar.Mamma er ,nota bene' ekki mikill áhugamaður um íþróttir og skilur ekki þessar sjónvarpslegur hjá mér og pabba þegar eru leikir í sjónvarpinu.Mamma brást vel við og arkaði inn í stofu til að sjá herlegheitin.Um leið og mamma settist fór ég að deila mínum tilfinningum og sagði henni að þetta hlyti að vera stoltast stund hennar lífs að verða vitni að svona herlegheitum, mamma á 8 börn en ok... ég hélt áfram mamma þetta er miklu merkilegar en að eignast barn það geta allir en að ná verðlaunum á Ólimpíuleikum það er einstakt :) ekki vildi hún samþykkja það og sagði að eignast barn væri það merkilegast sem gæti skeð í lífi hvers manns...... ekki veit ég það, ég á engin börn...(svo ég viti).:Þetta var mín stoltasta stund og lifið ég mig í gegnum strákana í gær :)

En það er ekki sanngjarnt að bera þennan einstaka árangur saman við neitt annað.Þetta er stórkostlegt og held ég að verði aldrei leikið aftur....nema ef kvennalandsliðið í fótbolta komist á HM það yrði líka rosalegur árangur.En að vinna verðlaun í hópíþrótt frá 300000 manna landi er GEÐVEIKT.

Nú er eins og Logi sagði....komin pressa á okkur á næsta stórmóti.

commenta people


mbl.is Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

blogg

Jæja það er best að segja nokkur orð um landbúnaðarsýninguna á Hellu sem var á síðustu helgi.Sýningin byrjaði á föstudegi og stóð fram á sunnudag.Við Barði fórum bara á laugardeginum og tókum Pétur og Alex með okkur.Við fórum af stað kl 12 og vorum komnir á Hellu kl 13,30.Þá var allt að komast í gang á sýningarsvæðunum.Við byrjuðum á því að fara í hesthúsið en þar voru allskonar dýr sem fólk gat skoðað.Tófur,minkar,hænur,svín og fleira og fleira.Svo fórum við yfir í sýningarhöllina(reiðhöllina) þar voru litlir sýningarbásar þar sem allskonar fyrirtæki voru með kynningar á sínum afurðum og tækjum.Við hittum margt af okkar skyld fólki í mömmu ættinni á sýningunni enda flest búsett þarna á suðurlandi.Sigrún Guðlaugsdóttir frá Melhaga bróður dóttir mömmu er umboðsmaður fyrir Landsstólpa og var hún að sýna húsin sem þau eru að selja.Hún skammaði okkur bræður fyrir að hafa ekki keypt hús hjá sér þegar við byggðum fjárhúsið...en við keyptum stálgrind frá H.Hauksyni.Svo hittum við Skíðbakkafólkið það var margt af þeim þarna á sýningunni.Ég,Doddi og Guðbrandur á Smáhömrum skráðum okkur í hrútaþuklið og stóðum okkur bara býsna vel.Svo þegar það var búið fórum að skoða tæki og tól sem voru geymd úti.Vá hvað hefði verið gaman að fara með svona 50milljónir og versla aðeins :) ég fann Svan í Dalsmynni hjá Jötun Vélum en hann var þar með hvolpa í glerhúsi fyrir utan tjaldið hjá jötun vélum.Hvolparnir vöktu mikla athygli og var stanslaus straumur að skoða.Hann var með 7 hvolpa og held ég að allir hafi selst á sýningunni.Barði keypti einn á fjórða bjór hehe en eftir mikla umhugsun kvöldið eftir ákváðum við að sleppa því að sinni...því miður.Doddi keypti einn hvolp og heitir hann Spotti.

Þegar það var smá hlé á dagskránni skruppum við á Selfoss til Afa en hann átti 89 ára afmæli þennan dag.Kallinn var alveg fjallhress og langar mest til að komst í göngurnar í haust.Svo fórum við frá Afa aftur á Hellu og þá var kvöldvakan byrjuð.Ingó og Veðurguðirnir skemmtu fólkinu í risa tjaldi og skapaðist mikil Bahama stemming.Svo tók Árni Jonsen við fram að flugeldasýningu.Svo fórum við heim kl 1.Þegar ég kom í bæinn skellti ég mér í tjútt gallann og fór í bæinn :)

ég setti inn nokkrar myndir frá Hellu


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband