Loksins loksins

jæja netið komið aftur í gagnið eftir þrumuna sem sló niður hérna um 20 sept.... þá kom skammhlaup í stjónboxið og allt brann yfir.... en ég segi meira frá þessu í kvöld.

Bara að láta vita að ég er lifandi :)


Hver vill koma að smala 23-27 sept ?

Jæja gott fólk nú líður að smalamennskum og erum við að leita að fólki sem vill koma að smala :)  alla vega að mæta í réttirnar 27.sept og á ballið í Birkimel um kvöldið..manni er nú farið að lýtast ílla á þessar rigningar endalaust :( það gæti orðið að smala öðruvísi en vanalega vegna þess að féð kemst ekki yfir árnar... það kemur í ljós.

Við Barði höfum verið að smíða kerru síðustu daga og sér fram á að það verk klárist núna um helgina...tek mynd af henni þegar hún verður klár.

núna styttist í Dagvaktina :) byrjar á sunnudag.


Loksins loksins

Vonandi er kominn endir á þetta ástand sem var farið að skapast vegna verkfalls ljósmæðra.Frænka mín frá Seftjörn hún Gulla er hörð í horn að taka og gott hjá ljósmæðrum að hafa hana í forsvari fyrir þeirra félag.Þá er bara að vona að þær fá góðann samning enda eiga þær skilið góð laun fyrir erfiða og ábyrgðarsama vinnu.
mbl.is Verkfalli aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

15.sept

Við vorum að smala með þeim á Brjánslæk í gær og var þá smalað frá Þingmannaá austur að Fossá.Ragnar keyrði mig og þrem öðrum uppá þingmannaheiði upp undir Auðnaöxlina þar förum við heim eftir í áttina að Fossá.Ég fer hæðstur og fer alveg heim á horn á Fossár fjallinu.Svo fer ég heim yfir hraunið til að ná fénu niður með hundi fyrir ofan Fossá.Þetta gekk rosalega vel og náðist 400 stykki, 100 meira en í fyrra held ég.Lömbin litu þokkalega út..svoldið misjöfn en reyndar ullarlítil þannig að þau reynast vonandi vel.

Doddi bróðir átti afmæli í gær og hélt hann okkur veislu í því tilefni.Mikið var talað um þegar við lentum í ofurrigningunni hehe en Þþð eru komin 13 ár síðan við lentum í hrakníngunum í Mikladal.Það var 14.sept 1995 sem við urðum veðurtepptir í 7 klukkutíma á milli tveggja áa í Mikladal(Haukabergsdal).Ég 13 ára,Gestur 15 ára og Höddi bróðir 16 ára vorum þar ásamt pabbi fastir útaf vatnavöxtum í 7-8 tíma.Ég gleymi þessum degi ekki meðan ég lifi, þvílík rigning.... ég er nokkuð viss um að ef pabbi hefði ekki rekið okkur áfram að hreifa okkur og hoppa þá hefði getað farið ílla....okkur var skítkalt og strákarnir þreyttir eftir að hafa verið á næturvakt í rækjunni nóttina áður og því svakalega syfjaðir.Ég bar mig eins og alltaf hehe alveg hrikalega mannalega og neitaði allri aðstoð þegar komið var að ná í okkur og varð fyrstur til baka...montið að drepa mann hehe.(Haukur,Barði,Þórólfur,Doddi) bræður mínir og Kobbi E voru ofar en við þegar lagt var að stað um morguninn og lentu þeir því fyrir ofan öll vötn og komust til byggða eftir að hafa villst um í þoku í nokkurn tíma þangað til sjómaðurinn (Haukur) tók völdin og fór eftir vindátt og komust þeir til byggða en þá vantaði okkur.Þá var ekkert annað að gera en að fara aftur upp á Kleifaheiði og leita að okkur.Tek það fram að það voru engar talstöðvar á þessum tíma :(  en þeir sjá okkur fljótlega og bregða á það ráð að fara yfir ána í bandi og er Þórólfur útbúinn í það.Hann leggur svo af stað og kemst nokkra metra þá tekur straumurinn hann og flýtur stjórnlaust í beljandi ánni þangað til að strákarnir ná taki á bandinu og koma honum í land.Munaði litlu að ílla færi þar.Þá ákveða þeir að fara upp með ánni og komast að okkur ofan frá sem þeir og gerðu.Það tók langann tíma en hafðist að koma okkur heim í bíl.Pabbi skammast sín ennþá fyrir það að hafa þurft aðstoð við að komast upp brekkuna í bílana en hann áttar sig ekki á því að hann var 67 ára og búinn að vera nærri 12 tíma í volkinu hehe

Þessi atburður varð á forsíðu bæði DV og moggans á sínum tíma...(Maður flaut stjórnlaust niður beljandi á) það var á DV og fáum við reglulega að heyra það hjá Þórólfi hversu mikil hetja hann var hihihihi

þetta var nú bara sett til gaman þessi saga

linkur á þessa frétt í mogganum http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=222896


Fyrsti smaladagur búinn :)

Við rákum féð úr fitinn í gær heim að Krossi.Þetta gekk alveg ljómandi og heimtist fé frá 8 bæjum af þessum 250 stykkjum sem kom þaðan.Við áttum 70 stykki en nærri 20 af þeim fóru inní Fit daginn áður, eftir að við vorum að eltast við að ná lambi með vír fyrir neðan Litluhlíð.Það hefur stygðst inn eftir og farið í Fitina.Lömbin litu þokkalega út ullarlítil en þétt...stærðin var ekki nógu mikil held ég... reyndar er maður aldrei ánægður með það hvernig lömbin eru.Tíkin hjá mér kom vel út, var alveg eins og hugur minn gengdi öllu sem ég sagði og fór að taka uppá því núna að fara gríðarlega víðann boga fyrir fé sem þurfti að stoppa.... stundum leist mér ekkert á þetta en þeir eiga víst að gera þetta.

Svo er smalamennska á morgun en þá hjálpum við þeim á Brjánslæk að smala Fossárhálsinn og fyrir Hörgsnesið innað Fossá.Þau smöluðu í dag austan verðu í Vatnsdalnum,Þingmannadal og enduðu með að reka féð inn fyrir þingmannaá.

Vonandi verður þurrt á morgun :)


Kartöflugarðurinn heima :)

Já það er enginn smá uppskera af kartöflum þetta árið, 5 til 6 fötur úr hverju beði.Í venjulegri sprettutíð er svona 3-4 fötur og er þetta því talsvert meira en maður á að venjast.Ég hitti nágranna minn í gær hann Kobba og sagðist hann hafa vigtað stærstu kartöfluna hjá þeim og vó hún 425 gr... nærri hálft kíló, það er slatti :) við pabbi erum langt komnir með að taka upp þetta árið (sem betur fer).

Veðrið er búið að vera nokkuð gott síðustu daga og er maður ekkert farinn að sjá að féð sé að koma heim..ekki mikið alla vega.Það kom ein forystukind úr Hagadalnum fyrir svona viku hingað heim en fór aftur samdægurs fram í dal.Hún kemur alltaf sjálf heim áður en er smalað í dalnum :) Einlembu sá ég í gær við Litluhlíð sem er nýkomin niður en annað hef ég ekki séð.Þannig að það verður að sækja féð hátt þetta árið..eins og undan farin ár.

Við erum komnir með leyfi til að kaupa líflömb og er það spennandi að meiga það aftur, en það hefur verið bannað síðustu ár.

Mamma er búin að týna óhemju af berjum og er komin með í ótal krukkur :)

muna að kommenta ef það er eitthvað sem þið hafið til málanna að leggja :)

vill minna á gömlu síðuna www.123.is/bardi  þar er hægt að skoða myndir og myndbönd ennþá.


Styttist í fyrstu göngurnar...

Það á að smala á Brjánslæk um helgina og ætlum við að hjálpa þeim eins og við getum við það.

Sorry nenni ekki að blogga meira núna er að fara að sofa.....var að koma úr 50 ára afmæli hjá Sólrúnu Ólafs....(Sollu klipp) á patró svakaveisla og hellingur af fólki.Einar Jónsson frá Vaðli fór mikinn í söngnum og eins fór Ragnar á Brjánslæk með skemmtilegar vísur um Sollu.

bæ á meðan :)


Til hamingju Britney :)

Allt má í ameríku hehe

nú eru allir búnir að gleyma dramanu í kringum hana og blása hana lofi....vonandi að hún sé að ná sér úr ruglinu...


mbl.is Britney kom, sá og sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesið þetta !!!!!!!

Var beðinn að birta hérna færslu af annari síðu.Er fús til þess og skora á fólk að taka þátt ef það hefur einhver tök á. 

 

 

Soffía

 Veikindi og erfiðleikar gera sjaldnast boð á undan sér, það fær hún Soffía sem er kona á fertugsaldri að reyna þessa dagana,  hún þarf á hjálp okkar og fyrirbænum að halda

 

 Soffía greindist með æxli í höfði í byrjun Ágústmánaðar, Soffía og börn hennar þrjú voru í sumarbústað austur á landi. Og þá fór meinið að gera vart við sig með sjónsviðsskerðingu á vinstra auga, svima og ljósfælni. Þrátt fyrir öll þessi einkenni tókst henni til allrar guðs lukku að koma sér og börnunum heim í Hafnarfjörðinn heilu og höldnu. Þegar heim var komið fóru einkennin versnandi og á endanum fór Soffía uppá bráðavakt, þar sem gerðar voru rannsóknir og höfuðmynd tekin. Á þeirri mynd sáu læknarnir eitthvað sem krafðist frekari athugunar.  Daginn eftir var hún send í segulóm myndatöku, og þá kom í ljós að um æxli væri að ræða.  Aðeins viku eftir greiningu gekkst Soffía undir stóra aðgerð sem tók 7 tíma, aðgerðin gekk vel en einungis var hægt að fjarlægja helminginn af æxlinu.  Sýni sem tekin voru sýndu að næsta skref yrði geislameðferð og hefst hún að viku liðinni.  Soffía er enn með skert sjónsvið og ljós og minnsti hávaði fara illa í hana.  Soffía á 3 börn, 21 árs gamla dóttur og 2 syni 6 ára og 9 mánaða. Maður hennar og faðir barna hennar lést fyrir ári síðan í bílslysi og hét hann Jóhannes Örn.

 

Soffía dvelst enn á sjúkrahúsi og óvíst hvenær hún fær að fara heim, hún verður óvinnufær um óákveðinn tíma, hún hefur starfað sem húsvörður í blokk og búið í húsvarðaríbúðinni. Það er því ljóst að hún mun verða húsnæðislaus og atvinnulaus með börnin sín þrjú.

 

Stofnaður hefur verið reikningur til styrktar fjölskyldunni og er hann sem hér segir Reikningsnúmer: 0140-05-14321 kennitala: 161069-3619

 

Soffía er dóttir Brynhildar Guðmundsdóttur frá Brekkuvöllum.


Fín helgi :)

Það er búið að vera mikið að gera þessa helgina...stanslaust stuð.Í gær var björgunarsveitin Blakkur á patró 40 ára og var haldið uppá það með öllu tilheyrandi.Þyrla,varðskip og hellingur af björgunartækjum var til sýnis í tilefni afmælissins.Svo var sælkjerakvöld í félagsheimilinu og dansleikur á eftir...ég fór á þetta allt og hafði mjög gaman að..svaka flugeldasýning var um kvöldið og svo var skotið upp 40 blyssólum og eins var múlinn lýstur upp með 40 rauðum blysljósum.

Svo er núna á eftir afmæliskaffi í Birkimel í tilefni 100ára afmælis Brjánslækjarkirkju og ætlum við pabbi að skella okkur í það.

Svo er ég að fara í bio á eftir á patró..nýju batman myndina :)

Nýjar myndir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1272

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband