26.11.2008 | 14:52
Ég held áfram að blogga :)
Takk fyrir að fylgjast með og ég skal reyna að standa undir væntingum í blogginu.
Baldur ég skal fræða þig um það að ég er fjarskyldur þeim frá Eyri og Múla.Mamma er úr Fjarðarhorni í Kollafirði og því nágranni þeirra á Eyri og Múla og gekk í skóla á Eyri og bjó hjá þáverendi bændum og hjónum þeim Sæmundi og Elínu frá Eyri á meðan skólaganga fór fram.Ég er ekki sleipur í ættfræði þannig að vonandi að þetta svari einhverju.
Núna er bretarnir komnir að rýja rollurnar inn að skinni eins og þeir gerðu við okkur mannfólkið á Íslandi.Þessir bretar eru á vegum Ásmundar á Lambeyrum og fara um og klippa kindur.Þeir klippa á þremum bæjum hérna á ströndinni.Ytri-Múla,Krossi og Vaðli.Einn bær hérna neitaði að nýta þeirra þjónustu vegna þjóðernis.Gott hjá þeim :)
Ég horfði eins og fleiri á borgarfundinn í sjónvarpinum fyrir tveim kvöldum og varð fyrir miklum vonbrigðum með hann :( spurningarnar úr salnum voru algjörlega vonlausar. Þá meina ég að það var ekkert spurt um sjávarútveg,landbúnað og vegamál.Þau atriði sem klárlega skifta okkur mestu máli þegar kreppir að og við þurfum að vera sjálfum okkar nóg.Nei fólkið var allt á sömu buxunum hvenær get ég fengið meira lánað í bönkunum....eða það mátti heyra á fólki.Ég skil svo sem ekki þessa vitleysu enda ólærður bóndasonur.
Okkar fjármál eru miklu skemmtilegri og er fjarfundur í kvöld í Birkimel um sæðingar og kynningar á sæðingahrútum á sæðingastöð Vesturlands.Ég er búinn að panta frystasæðið fyrir mig og tvo aðra aðila sem ætla að taka þátt í frystusæðingunum þetta árið.Ég pantaði 55 skammta fyrir mig.20 úr Boga,20 úr Kjóa,5 úr Raft,5 úr Dökkva og 5 úr Smyril.
Svo er nýkominn afkvæmarannsóknin fyrir búið haustið 2008.Hendi inn nokkrum tölum fyrir þá sem hafa gaman að og skilja þessar tölur.
Umsögn frá ráðunautum.
Efstur stendur Klængur 04-159 undan Kambi 02-170 með 122,8 í heildareinkunn.þessi hrútur sækir bróðurpart yfirburða sinna í gæðaeinkunn (dóm á lifandi lömbum) en þar er hann að skila þykkasta bakvöðvanum og bestu lærastigunum.Dilkar undan honum eru gríðar vænir 1,2 kg yfir meðaltali búsins, gerðin er sú besta en um leið er þetta næst feitasti hópurinn.Sláturlömb 18,8 kg 10,7 í gerð og 7,4 í fitu. einkunn 120,8. Lifandi lömb 39,9 kg ómvöðvi 27,2 ómfita 5 lögun ómvöðva 3,6. Framp.8,4 læri 17,3 og 8,4 í ull. Gæða einkunn 137.
Annar í röðinni með 116,5 er Partur 04-158 undan Parti 99-914.Hann sækir yfirburði sína að mestu í gæðaeinkunn líkt og klængur.Bakvöðvinn einn sá þykkasti en fita á baki sú næst minnsta.Í kjötmati og fallþunga liggur hann um eða yfir meðaltali búsins.Slátur lömb 17,9 kg 9,7 í gerð og 6,7 í fitu.Einkunn 106,1. Lifandi lömb 40 kg ómvöðvi 26 ómfita 4,1 lögun ómvöðva 3,5. framp 8,3 læri 16,9 og 8,3 í ull.Gæða einkunn 126,9
Nenni ekki að skrifa fleiri hrúta.Er að fara að setja ull í ullargáminn.
Vonandi að þið hafið gaman að :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2008 | 22:45
Var að heimta :)
Það var hringt í morgun og látið vita að það hefði sést tvílembd kind í Holtsdalnum í gær.En það voru rjúpnaskyttur frá patró sem sáu til hennar.Við Barði fórum strax í morgun þegar birti að leita og fann ég hana um hádegið.Þetta var kind frá okkur með 2 hrútlömb og rákum við hana niður og í aðhald við kerruna.Gekk eins og í sögu enda með hundana til halds og trausts (þeir gera reyndar allt).
Svo hringdi Gísli í Rauðsdal og bað okkur að koma og hjálpa sér að ná kindum sem voru komnar niður úr fjallinu.Við renndum þangað og þá voru kindurnar undir Stekkjaklettunum.Við fórum upp á efra skarðatúnið og ég sendi Perlu upp að sækja og gekk það alveg ljómandi.Þetta var 13 st og í því 4 lömb.
Svona er lífið í sveitinni :) endalausar rollur.
en svona að öðru er einhver þarna sem er að lesa þetta blogg bull...eða á ég að hætta þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.11.2008 | 23:21
blogg
Bjössi á Ósi (Arnarfirði) hringdi í fyrradag og bað okkur um aðstoð við að ná fénu heim til að hýsa.Hann hafði verið að reyna að ná þeim heim af mjólkárhlíðinni en varð að láta í minni pokann fyrir henni Golsu en hún fór víst á 100 km hraða og þá hafði Bjössi ekkert við henni :) En þannig vill til að við eigum kind hjá honum sem Jói á Læk var búinn að ná lömbunum undan hjá Dynjanda í byrjun nóv. og hljóp kindin í hópinn hjá Bjössa.Allt gott um það að segja og vissi Bjössi að við ættum þá erindi til sín hvort eðvar til að sækja kindina og því upplagt að hjálpa honum að ná fénu heim.Einnig átti Jói von á tvílembu sem var búin að sjást fyrir ofan Fjallfoss.Þannig að við fórum í morgun með Jóa og Höddu norður til að hjálpa kalli að ná fénu heim.Hann beið eftir okkur hjá Dynjanda og svo var haldið út á mjólkárhlíð að leita að fénu.Það var í tveim hópum kindurnar sem höfðu fengið kex voru í Búðarvíkinni en hinar sem voru ekki búnar að fá kex voru út við stóru beyjuna á mjólkárhlíðinni.Ég fór niður til þeirra til að stugga þeim af stað heim en nei ekki aldeilis hún 100 km Golsa setti hausinn undir sig hljóp á móti mér og stakk sér niðrí fjöru og inn hlíðina.Ég sendi Perlu á eftir henni og ætlaði hún aldrei að hlaupa rollu xxxxxxxx uppi.En það tókst og þá snéru þær við og hlupu í rétta átt á harða spretti.Svo þegar þær komu saman við kex rollurnar þá var eins og skrattinn hitti ömmu sína þær tóku sprett beint upp á klifið fyrir ofan veginn.Jói sendi Skrám fyrir þær en þær gengdu engu og fóru bara upp eftir þrátefli í hlíðinni.Jói fór á eftir þeim upp og komst fyrir þær og þá tóku þær á sprett heim að Dynjanda.Þegar þær fóru yfir brúna þá tóku þær strikið beint upp með ánni og inn á hjalla þar.Ég fór á eftir þeim þangað upp og lét Perlu taka þær niður og gekk það flott, alveg niður á veg aftur og þá voru þær búnar að gefa sig.Þá fór Jói og Hadda upp á Fjalldal á bílnum til að svipast um eftir kindinni þeirra en hún kom "Fótgangandi" þangað síðast þegar Bjössi sá hana.Við héldum áfram með rollurnar hans Bjössa út hlíðina áleiðis að Ósi.
Bjössi bauð okkur far á Jóni Dýra og gaf sig ekki með það að við þrír ég Barði,Bjössi og Tryggur værum allir í vélinni með lokaða hurð enda óðsmanns æði að keyra á eftir kindum með opna hurð...Perla sá að sér væri of aukið og ákvað að labba bara alla leið á eftir fénu(ég hefði átt að gera það líka). En þröngt mega sáttir sitja(húka) og var þetta bara gaman. Svo þegar við nálgumst bæinn þá bættust Skvetta og Þóra í hópinn en þær eru vinkonur(rollur en ok) segir Bjössi og skildi ekkert í þeim að koma ekki niður til hinna þegar þær renndu heim veginn.En þær héldu sig í hlíðinni og hækkuðu sig frekar en hitt.Bjössi var búinn að gefa þeim kex en þær hafa eitthvað gleymt því í kreppunni því þær hertu bara á sér þegar Bjössi kallaði á þær og endaði með því að ég sendi hundinn upp til að sækja þær svo við töpuðum þeim ekki fram í Kirkjubólsdal.Svo var féð rekið inn og þá vantaði 3 í töluna bara 40 af 43 komu í hús.Á meðan var Jói að leita að sinni kind en fann ekkert.Og kom því bara niður og báðum við hann að leita að kindunum á leiðinni að Ósi.Þau sáu ekkert á leiðinni og renndu fram í Kirkjubólsdal að gá að sinni kind en hún sást ekki þar heldur.Á meðan sátum við Barði í kaffi og kexi hjá Bjössa og stúderuðum heimsmálin... Jói og Hadda komu svo fljótlega heim að Ósi og fengu sér kaffisopa og svo var lagt af stað heim með kindina okkar í kerru.Þegar við vorum búin að keyra smá spöl frá bænum sjáum við þessar þrjár í fjörunni á leið heim að Ósi.Jói hringdi í Bjössa og ætlaði hann að kikja á þetta.Ég hef nú ekkert frétt hvernig það gekk en hann hefur örugglega náð þeim heim.....þannig að þetta var mikið ævintýri og vorum við komin heim að Læk rétt fyrir klukkan fimm.
Svo að öðrum málum þá eru tvö andlát í ættunum mínum en hann Vigfús Þorsteinsson frá Litluhlíð lést í gær á sjúkrahúsinu á Patreksfirði og svo var bróðir hans Afa á Selfossi hann Bjarni Andrésson einnig að deyja.Ég og við á Múla viljum koma á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda megi guð styrkja þau í sorginni.
annað er það ekki gott fólk....skoðið myndirnar frá Ósi.Er að setja þær inn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2008 | 21:31
Fyndin fyrirsögn hehe
Fanganum sleppt, það mætti halda að þessi mótmæli hafi orðið til þess að þessu strák ***** var sleppt út....alls ekki.Og fyrir utan það að kalla mann fanga sem hefur setið inni í sólarhring fyrir skuld við samfélagið.Ekki veit ég hvað hann skuldaði en hann hefur sjálfsagt skýringu á því á reiðum höndum.Þessi skrípaleikur sem Hörður Torfa hefur skapað náði sögulegri lægð í dag með þessu framferði...vitið til hann reynir að ljúga sig frá þessu, en hann sagði orðrétt þegar hann sleit fundinum Lögreglan,Hverfisgata sleppið manninum...hvað átti fólkið að túlka úr þessum orðum Harðar annað en að hann væri að senda alla þangað upp eftir sem varð svo raunin.Fyndið hvernig við Íslendingar erum alltaf fljót að hengja einhvern þegar ílla gengur og svo elska þegar gengur vel...alveg eins og með handboltalandsliðið okkar sem við elskum þessa stundina.
Ekki heyrðist neitt í neinum þegar allir fengu lán eins og þeir vildu og gátu leyft sér alla þessa hevítis munaðarvitleysu sem hefur átt sér stað síðustu árin.Þeir sem hafa hæst núna eru þeir sem voru að braska með sína peninga og töpuðu.Bíddu er það ekki hluti af þeim leik...maður vinnur ekki alltaf. Auðvitað er leiðinlegt að fólk tapi vinnunni en það leynast sóknarfæri í kreppunni líka.....eða það er manni sagt.Við þurfum bara að efla okkar innviði t.d raforka,álver,landbúnað og sjávarútveg.Það er grunnstoðir þess að við höldum lífi.Eiga nóg að bíta og brenna.
Ég er búinn að fá nóg af þessu kreppu tali.
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2008 | 21:05
Nýjar myndir
Það kom að því að ég setti inn myndir.Er á fullu að bæta úr dugnaðarleysi mínu á bloggheimum undan farna mánuði.Þannig að ég setti inn 2 ný myndaalbúm og svo bætast einhver við á hverjum degi ef ég hef tíma og þolinmæði til þess.Endilega að skoða og vera óhrædd að kommenta
Hér er allt fínt að frétta búið að rýja gemlinga og veturgamalt og er þá næst að fara að snúa sér að uppsetningu á hlaupakettinum.
Það snjóar og rignir til skiptis þessa dagana og er það allt í lagi bara...fínt að jörð haldist auð fram að mánaðarmótum allavega.
Jólaskapið er á næsta leyti enda farið að nálgast jólin all svakalega.Þá taka við sæðingar og tilhleypingar hjá okkur sauðfjárbændum.Gaman að sjá hvað það heldur vel hjá þér Gunnar þá er ekki skrýtið að þú sæðir svona mikið og með mörgum hrútum.
jæja læt þetta duga í bili...getur verið að við séum að fara til Bjössa á Ósi á morgun að hjálpa honum að hýsa og ná í það sem við og þau á Brjánslæk eiga þar af fé...
haldið áframa að skrifa í gestó og kommenta á myndirnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 22:43
Afmælisdagurinn mikli hehe
18.nóv er mikill afmælisdagur í fjölskyldunni en þá eiga Skálholtsbræður afmæli og svo Hanna Stína elsta dóttir Siggu systir.Strákarnir buðu okkur ásamt nokkrum öðrum í afmælismat núna áðan og var þar svakaveisla.Sniðugt að 3 barnabörnin eigi sama afmælisdag.
Við hýstum lömbin í gær og er ætlunin að klippa þau sem fyrst.Og í framhaldi af því að klippa veturgamlaféð.Annað er ekki hérna heima við og ætlum við að láta það vera úti fram að mánaðarmótum alla vega.Einnig sóttum við hrútana í hrútagirðinguna og tókum þá á hús.
Gunnar mér líst nú ekki vel á að velja svona marga hrúta því þá kemur ekkert úrval undan þeim ? eða það er mín reynsla ég sæða aldrei með mörgum hrútum til að fá eitthvað til að velja undan en hvað veit ég hehe Það eru margir spennandi hrútar í boði þetta árið og því auðvelt að missa sig í að panta undan mörgum(hef lent í þessu). Svo er fundur á morgun í Birkimel með bændaforystunni um stöðuna í efnahagsmálunum og varðandi evrópuaðild.
nóg í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2008 | 21:16
Tiltekt og jarðaför.
Dagurinn byrjaði á því að ég fékk tiltektaræði og hreinsaði megnið af draslinu kringum fjárhúsin og eins er búið að koma dráttarvélum og tækjum í vetrarstöðu.Þannig að þetta lítur bara allt þokkalega út ;)
Svo fór ég og mamma í jarðaför á patró en þar var verið að jarða Skipstjórann og golfarann Óla Magg eins og hann var alltaf kallaður.Þetta var gríðarlega fjölmenn jarðaför og falleg í alla staði.Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir söng einsöng nokkur lög með sinni frábæru röddu.Svo var boðið til erfis í félagsheimili patreksfjarðar. Ég vill votta Báru,Gunna Sean og Kára ásamt öllum hinum aðstandendum samúð mína á þessum erfiða tíma.Guð styrki þau í sorginni.
Kiddi það er engin rjúpa það er bara svo einfalt, ég er búinn að þvælast um öll fjöll og ekki séð rjúpu.Held að tófan sé búinn að hreinsa þetta alveg :( eins og það er gaman á rjúpu
Gunnar ég ætla að taka Kjóa frá Sauðá eða Sauðadalsá man ekki frá hvorum bænum hann er , og svo valdi Jón Viðar Fróða frá Heydalsá.Hvaða hrúta tekur þú ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2008 | 23:24
vá hvað það er erfitt að blogga
ég er ömurlegur bloggari...algjörlega andlaus þessa dagana. Reyndar hef ég ekki haft tíma til að skrifa eða talið mér þá trú allavega.Við erum búnir að smala alla daga síðan síðasta færsla var skrifuð þangað til í dag, þá var kaupstaðarferð og klipping á línuna hjá Sollu. Það var nú kominn tími á að það litla hár sem sprettur á mér fengi að fjúka :)
Við Barði fórum á Sigluneshlíðar á mánudaginn og náðum öllu sem var upp á Fossdalnum og innan Fossvík 13 stykki.Við áttum 11 og Gísli í Rauðsdal útigengna veturgamla kind með 60 kg hrútlambi.Þau voru líka rígavæn lömbin sem við fengum þaðan.Þá er bara eftir að finna tíma til að fara hlíðarnar og hreinsa það sem er eftir þar.Ástþór á Melanesi hringdi áðan og var að segja okkur frá kindum sem eru í Skógardalnum sem hann kannast ekki við.Við reynum að kikja á það við tækifæri.
Sláturtíðin endaði þannig að við slátruðum rúmum 700 lömbum og var 17,6 kg meðalvigt og 9,5 í gerð og 6,6 í fitu.Við erum bara sáttir við það að halda meðalvigtinni á milli ára enda búnir að vera að fjölga síðustu ár.Gerðin hækkar á milli ára og fitan lækkaði þannig að það lýtur bara vel út.
Jón Viðar sauðfjárspekingur og okkar aðal gúrú í ræktuninni hringdi fyrir nokkru og bað mig að taka þátt í tilraunaverkefni með nýjann vökva fyrir frystasæðið og valdi hann einn hrút og ég hinn.Er meiningin að sæða 20 kindur með hvorum hrút.10 með gamla vökvanum og 10 með nýja.Þetta er spennandi að sjá hvort haldi betur við þessari nýju blöndunar aðferð.
nóg af bulli í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2008 | 19:53
blogg
jæja kominn tími á að henda inn smá bloggi.
Ég hef verið mjög busy síðustu daga í rollustússi.Smala og smala nánast alla daga síðan um miðjann okt.Svo er búið að slátra einhverjum slatta líka og meira eftir.
Heimtur hafa verið þokkalegar vantar bara rúm 30 lömb af fjalli þegar er búið að smala nánast stanslaust í mánuð...segir þetta eitthvað um hvað við erum lélegir smalar eða er landið svona helvíti stórt???
Svo er næsta verkefni að setja upp hlaupaköttinn í fjárhúsið... þá vantar bara tvær gjafagrindur til að húsin séu klár..veit einhver um 2 gjafagrindur til sölu?
læt þetta duga í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 09:51
Upprifjun
jæja það er best að hlaupa yfir á hundavaði hvað hefur verið að gerast síðan ég bloggaði síðast.Það var byrjað að smala á mánudeginum 22 sept til 26 sept og svo réttað 27 sept og smá partý um kvöldið.Það kom hellingur af fólki á réttina og held ég að það hafi bara aldrei mætt eins margir.Það smalaðist þokkalega en okkur vantaði þó 350 lömb þegar búið var að fara yfir heimalöndin.Svo var smalað fyrir norðan í Trostansfirði og 3 dagar fyrir austan Kjálkafjörður og Mjóifjörður.Þá komu rúmlega 100 lömb og er von á fleirum að austan.Svo var smalað í Vesturbotni (Patró) á laugardag og fengum við hátt í 60 st þar :).Við erum búnir að slátra tæplega 500 lömbum og er 17,2 kg meðaltal og 9,4 í gerð og 6,5 í fitu.Fyrir þá sem skilja það :)
Við Barði fórum norður á Strandir að kaupa lífgimbrar á hrúta á tveimur bæjum í síðustu viku.4 Hrútar og 23 gimbrar sem við keyptum.
Svo er verið að taka hjá okkur 110 lömb í dag, það verður gaman að sjá hvernig þau koma út.Ester á Fossi í Arnarfirði er að reka inn fé í dag og erum við að vona að við eigum eitthvað þar.
En eins og þið sjáið þá hefur lífið snúist um rollur alla daga síðan í sept og er ekkert lát á því.Búið að ómskoða 250 gimbrar og 50 hrúta og fengust alveg gríðarlega góð ásetningslömb úr því.
jæja verð að fara núna.... er að fara að vinna í fjárhúsunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar