Ég held áfram að blogga :)

Takk fyrir að fylgjast með og ég skal reyna að standa undir væntingum í blogginu.

Baldur ég skal fræða þig um það að ég er fjarskyldur þeim frá Eyri og Múla.Mamma er úr Fjarðarhorni í Kollafirði og því nágranni þeirra á Eyri og Múla og gekk í skóla á Eyri og bjó hjá þáverendi bændum og hjónum þeim Sæmundi og Elínu frá Eyri á meðan skólaganga fór fram.Ég er ekki sleipur í ættfræði þannig að vonandi að þetta svari einhverju.

Núna er bretarnir komnir að rýja rollurnar inn að skinni eins og þeir gerðu við okkur mannfólkið á Íslandi.Þessir bretar eru á vegum Ásmundar á Lambeyrum og fara um og klippa kindur.Þeir klippa á þremum bæjum hérna á ströndinni.Ytri-Múla,Krossi og Vaðli.Einn bær hérna neitaði að nýta þeirra þjónustu vegna þjóðernis.Gott hjá þeim :)

Ég horfði eins og fleiri á borgarfundinn í sjónvarpinum fyrir tveim kvöldum og varð fyrir miklum vonbrigðum með hann :( spurningarnar úr salnum voru algjörlega vonlausar. Þá meina ég að það var ekkert spurt um sjávarútveg,landbúnað og vegamál.Þau atriði sem klárlega skifta okkur mestu máli þegar kreppir að og við þurfum að vera sjálfum okkar nóg.Nei fólkið var allt á sömu buxunum hvenær get ég fengið meira lánað í bönkunum....eða það mátti heyra á fólki.Ég skil svo sem ekki þessa vitleysu enda ólærður bóndasonur.

Okkar fjármál eru miklu skemmtilegri og er fjarfundur í kvöld í Birkimel um sæðingar og kynningar á sæðingahrútum á sæðingastöð Vesturlands.Ég er búinn að panta frystasæðið fyrir mig og tvo aðra aðila sem ætla að taka þátt í frystusæðingunum þetta árið.Ég pantaði 55 skammta fyrir mig.20 úr Boga,20 úr Kjóa,5 úr Raft,5 úr Dökkva og 5 úr Smyril.

Svo er nýkominn afkvæmarannsóknin fyrir búið haustið 2008.Hendi inn nokkrum tölum fyrir þá sem hafa gaman að og skilja þessar tölur.

Umsögn frá ráðunautum.

Efstur stendur Klængur 04-159 undan Kambi 02-170 með 122,8 í heildareinkunn.þessi hrútur sækir bróðurpart yfirburða sinna í gæðaeinkunn (dóm á lifandi lömbum) en þar er hann að skila þykkasta bakvöðvanum og bestu lærastigunum.Dilkar undan honum eru gríðar vænir 1,2 kg yfir meðaltali búsins, gerðin er sú besta en um leið er þetta næst feitasti hópurinn.Sláturlömb 18,8 kg 10,7 í gerð og 7,4 í fitu. einkunn 120,8. Lifandi lömb 39,9 kg ómvöðvi 27,2 ómfita 5 lögun ómvöðva 3,6. Framp.8,4 læri 17,3 og 8,4 í ull. Gæða einkunn 137.

Annar í röðinni með 116,5 er Partur 04-158 undan Parti 99-914.Hann sækir yfirburði sína að mestu í gæðaeinkunn líkt og klængur.Bakvöðvinn einn sá þykkasti en fita á baki sú næst minnsta.Í kjötmati og fallþunga liggur hann um eða yfir meðaltali búsins.Slátur lömb 17,9 kg 9,7 í gerð og 6,7 í fitu.Einkunn 106,1. Lifandi lömb 40 kg ómvöðvi 26 ómfita 4,1 lögun ómvöðva 3,5. framp 8,3 læri 16,9 og 8,3 í ull.Gæða einkunn 126,9

Nenni ekki að skrifa fleiri hrúta.Er að fara að setja ull í ullargáminn.

Vonandi að þið hafið gaman að :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Ásgeir.

Ég kíki nú alltaf reglulega hér inn.Mér finnst nú bara fyndið þetta hrútatal.hahahaha og svo sæðingarnar.Já um þetta snýst lífið í sveitinni.Mikið vildi ég að við hefðum getað komið í smalamennskuna til ykkar,en vonandi getum við komið næst.Við biðjum ægilega vel að heilsa öllum á Múla og vonandi allir hressir og kátir.Bestu kveðjur Fríða og Stefán

Fríða Einars (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Takk fyrir upplýsingarnar. Þetta voru heiðursmenn. Man eftir þeim þegar ég og pabbi vorum að flækjast um. Virkilega góðir karlar og vinalegir.   Minnist þeirra, þór sérstaklega Jóhannesar sem ég var í stuttri heimsókn hjá eitt sumar fyrir tæplega 25 árum.  

Baldur Gautur Baldursson, 30.11.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1270

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband