Var að heimta :)

Það var hringt í morgun og látið vita að það hefði sést tvílembd kind í Holtsdalnum í gær.En það voru rjúpnaskyttur frá patró sem sáu til hennar.Við Barði fórum strax í morgun þegar birti að leita og fann ég hana um hádegið.Þetta var kind frá okkur með 2 hrútlömb og rákum við hana niður og í aðhald við kerruna.Gekk eins og í sögu enda með hundana til halds og trausts (þeir gera reyndar allt).

Svo hringdi Gísli í Rauðsdal og bað okkur að koma og hjálpa sér að ná kindum sem voru komnar niður úr fjallinu.Við renndum þangað og þá voru kindurnar undir Stekkjaklettunum.Við fórum upp á efra skarðatúnið og ég sendi Perlu upp að sækja og gekk það alveg ljómandi.Þetta var 13 st og í því 4 lömb.

Svona er lífið í sveitinni :) endalausar rollur.

en svona að öðru er einhver þarna sem er að lesa þetta blogg bull...eða á ég að hætta þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við lesum öll þitt létta blogg

og ljúft er um það að tala,

þú eltir stykki upp um fjöll

meðan aðrir kindum smala.

G.G. (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 09:01

2 identicon

Komdu sæll. Ég lít alltaf af og til á þessa síðu og hef gaman af þar sem ég á mínar rætur þarna fyrir vestan. Mér finnst sérstaklega gaman að lesa um það sem gerist í sveitinni, smalamennskur og fleira. Hafðu sem mest um það sem gerist dags daglega á Ströndinni. Bið að heilsa pabba þínum. Bestu kveðjur, Daníel

Daníel Hansen (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 10:35

3 identicon

Tek undir með Daníel. Það er gaman að kíkja á síðuna ykkar og sjá hvernig bústangið og annað daglegt líf gengur fyrir sig fyrir vestan. Bestu kveðjur

Gunnlaugur

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:12

4 identicon

Heill og sæll,

Endilega haltu áfram að skrifa - ég er ein þeirra sem kíki inná síðuna án þess að kvitta.  Það er gaman að fylgjast með þeim slóðum sem uppruninn er. Ég er reyndar löngu flutt í burtu en með því að kíkja á færslurnar þínar fást fréttir að vestan .

Bestu kveðjur vestur,

Sólveig Arad. úr Ásgarði.

Sólveig Arad (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:23

5 identicon

Prentvillupúkinn var á ferð í morgun, erindið er rétt svona:

Þitt létta blogg við lesum öll

og ljúft er um það að tala,

þú eltir  stykki upp um fjöll

meðan aðrir kindum smala.

G.G. (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 13:39

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Stundum er eins og ég þjáist af nostalgíu og ég vildi gjarnan vera í ykkar bændanna sporum. Eflaust ekki öfundsvert starf og afskaplega krefjandi og ég gersamlega kunnáttulaus í þessum efnum, en samt þetta er eitthvað svo heillandi.  

Hérna datt í hug ertu eitthvað skyldur Jóhannesi gamla og bróður hans, bændum á Eyri og á Múla?

Baldur Gautur Baldursson, 25.11.2008 kl. 16:37

7 identicon

Alltaf gaman að lesa fréttir þó svo að við séum nú nánast á sama blettinum.

Og Daníel má til með að segja hæ frændi, ég er dóttir hans Dóra Gunn:)

Fanney Inga (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 18:42

8 identicon

Sæll Ásgeir

Maður kíkir alltaf ðru hvoru á síðuna en ég sé að það er að vísu komin hellingur síðan síðast. En alltaf gaman að lesa hvað þið eru að gera um dagana.

Bið að heilsa í bæginn, Ólafur Guðlaugsson

Ólafur Guðlaugsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 20:48

9 identicon

Ekki seinna vænna að kæmi eitthvað líf í þig.

svanur (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband