blogg

Bjössi á Ósi (Arnarfirði) hringdi í fyrradag og bað okkur um aðstoð við að ná fénu heim til að hýsa.Hann hafði verið að reyna að ná þeim heim af mjólkárhlíðinni en varð að láta í minni pokann fyrir henni Golsu en hún fór víst á 100 km hraða og þá hafði Bjössi ekkert við henni :) En þannig vill til að við eigum kind hjá honum sem Jói á Læk var búinn að ná lömbunum undan hjá Dynjanda í byrjun nóv. og hljóp kindin í hópinn hjá Bjössa.Allt gott um það að segja og vissi Bjössi að við ættum þá erindi til sín hvort eðvar til að sækja kindina og því upplagt að hjálpa honum að ná fénu heim.Einnig átti Jói von á tvílembu sem var búin að sjást fyrir ofan Fjallfoss.Þannig að við fórum í morgun með Jóa og Höddu norður til að hjálpa kalli að ná fénu heim.Hann beið eftir okkur hjá Dynjanda og svo var haldið út á mjólkárhlíð að leita að fénu.Það var í tveim hópum kindurnar sem höfðu fengið kex voru í Búðarvíkinni en hinar sem voru ekki búnar að fá kex voru út við stóru beyjuna á mjólkárhlíðinni.Ég fór niður til þeirra til að stugga þeim af stað heim en nei ekki aldeilis hún 100 km Golsa setti hausinn undir sig hljóp á móti mér og stakk sér niðrí fjöru og inn hlíðina.Ég sendi Perlu á eftir henni og ætlaði hún aldrei að hlaupa rollu xxxxxxxx uppi.En það tókst og þá snéru þær við og hlupu í rétta átt á harða spretti.Svo þegar þær komu saman við kex rollurnar þá var eins og skrattinn hitti ömmu sína þær tóku sprett beint upp á klifið fyrir ofan veginn.Jói sendi Skrám fyrir þær en þær gengdu engu og fóru bara upp eftir þrátefli í hlíðinni.Jói fór á eftir þeim upp og komst fyrir þær og þá tóku þær á sprett heim að Dynjanda.Þegar þær fóru yfir brúna þá tóku þær strikið beint upp með ánni og inn á hjalla þar.Ég fór á eftir þeim þangað upp og lét Perlu taka þær niður og gekk það flott, alveg niður á veg aftur og þá voru þær búnar að gefa sig.Þá fór Jói og Hadda upp á Fjalldal á bílnum til að svipast um eftir kindinni þeirra en hún kom  "Fótgangandi" þangað síðast þegar Bjössi sá hana.Við héldum áfram með rollurnar hans Bjössa út hlíðina áleiðis að Ósi.

Bjössi bauð okkur far á Jóni Dýra og gaf sig ekki með það að við þrír ég Barði,Bjössi og Tryggur værum allir í vélinni með lokaða hurð enda óðsmanns æði að keyra á eftir kindum með opna hurð...Perla sá að sér væri of aukið og ákvað að labba bara alla leið á eftir fénu(ég hefði átt að gera það líka). En þröngt mega sáttir sitja(húka) og var þetta bara gaman. Svo þegar við nálgumst bæinn þá bættust Skvetta og Þóra í hópinn en þær eru vinkonur(rollur en ok) segir Bjössi og skildi ekkert í þeim að koma ekki niður til hinna þegar þær renndu heim veginn.En þær héldu sig í hlíðinni og hækkuðu sig frekar en hitt.Bjössi var búinn að gefa þeim kex en þær hafa eitthvað gleymt því í kreppunni því þær hertu bara á sér þegar Bjössi kallaði á þær og endaði með því að ég sendi hundinn upp til að sækja þær svo við töpuðum þeim ekki fram í Kirkjubólsdal.Svo var féð rekið inn og þá vantaði 3 í töluna bara 40 af 43 komu í hús.Á meðan var Jói að leita að sinni kind en fann ekkert.Og kom því bara niður og báðum við hann að leita að kindunum á leiðinni að Ósi.Þau sáu ekkert á leiðinni og renndu fram í Kirkjubólsdal að gá að sinni kind en hún sást ekki þar heldur.Á meðan sátum við Barði í kaffi og kexi hjá Bjössa og stúderuðum heimsmálin... Jói og Hadda komu svo fljótlega heim að Ósi og fengu sér kaffisopa og svo var lagt af stað heim með kindina okkar í kerru.Þegar við vorum búin að keyra smá spöl frá bænum sjáum við þessar þrjár í fjörunni á leið heim að Ósi.Jói hringdi í Bjössa og ætlaði hann að kikja á þetta.Ég hef nú ekkert frétt hvernig það gekk en hann hefur örugglega náð þeim heim.....þannig að þetta var mikið ævintýri og vorum við komin heim að Læk rétt fyrir klukkan fimm.

Svo að öðrum málum þá eru tvö andlát í ættunum mínum en hann Vigfús Þorsteinsson frá Litluhlíð lést í gær á sjúkrahúsinu á Patreksfirði og svo var bróðir hans Afa á Selfossi hann Bjarni Andrésson einnig að deyja.Ég og við á Múla viljum koma á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda megi guð styrkja þau í sorginni.

annað er það ekki gott fólk....skoðið myndirnar frá Ósi.Er að setja þær inn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu þakkir fyrir skemmtilega smalasögu.kv.Ragna

Ragnhildur Guðmundar. (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1272

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband