Tiltekt og jarðaför.

Dagurinn byrjaði á því að ég fékk tiltektaræði og hreinsaði megnið af draslinu kringum fjárhúsin og eins er búið að koma dráttarvélum og tækjum í vetrarstöðu.Þannig að þetta lítur bara allt þokkalega út ;)

Svo fór ég og mamma í jarðaför á patró en þar var verið að jarða Skipstjórann og golfarann Óla Magg eins og hann var alltaf kallaður.Þetta var gríðarlega fjölmenn jarðaför og falleg í alla staði.Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir söng einsöng nokkur lög með sinni frábæru röddu.Svo var boðið til erfis í félagsheimili patreksfjarðar.                                                                                        Ég vill votta Báru,Gunna Sean og Kára ásamt öllum hinum aðstandendum samúð mína á þessum erfiða tíma.Guð styrki þau í sorginni.

Kiddi það er engin rjúpa það er bara svo einfalt, ég er búinn að þvælast um öll fjöll og ekki séð rjúpu.Held að tófan sé búinn að hreinsa þetta alveg :( eins og það er gaman á rjúpu

Gunnar ég ætla að taka Kjóa frá Sauðá eða Sauðadalsá man ekki frá hvorum bænum hann er , og svo valdi Jón Viðar Fróða frá Heydalsá.Hvaða hrúta tekur þú ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja það er bara svona.

Ég tek í rannsókninni Boga, Kjóa, Garp og Smyrill. Og svo bara að gamni þá tek ég líka hrúta sem verða ekki í rannsókninni því þeir ná ekki fjöldanum sem þarf að ná þeir eru Kveikur, Þráður, Papi, Krókur,Púki, Ás,Dropi, Fannar og svo At. Ég sæði sennilega um 75 ær hjá mér þennen veturinn.

Kveðja Gunnar Dalkvist

Gunnar Dalkvist (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:13

2 identicon

Hæ Ásgeir.Gaman að þú sért byrjaður að blogga aftur.Ég var að vona að það væri einhver Rjúpa og ætlaði að koma á skytterý.En ég kem þá bara til að skoða ykkar fallegu sveit.Bestu kveðjur.

Hafdís Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband