blogg

Jæja það er best að segja nokkur orð um landbúnaðarsýninguna á Hellu sem var á síðustu helgi.Sýningin byrjaði á föstudegi og stóð fram á sunnudag.Við Barði fórum bara á laugardeginum og tókum Pétur og Alex með okkur.Við fórum af stað kl 12 og vorum komnir á Hellu kl 13,30.Þá var allt að komast í gang á sýningarsvæðunum.Við byrjuðum á því að fara í hesthúsið en þar voru allskonar dýr sem fólk gat skoðað.Tófur,minkar,hænur,svín og fleira og fleira.Svo fórum við yfir í sýningarhöllina(reiðhöllina) þar voru litlir sýningarbásar þar sem allskonar fyrirtæki voru með kynningar á sínum afurðum og tækjum.Við hittum margt af okkar skyld fólki í mömmu ættinni á sýningunni enda flest búsett þarna á suðurlandi.Sigrún Guðlaugsdóttir frá Melhaga bróður dóttir mömmu er umboðsmaður fyrir Landsstólpa og var hún að sýna húsin sem þau eru að selja.Hún skammaði okkur bræður fyrir að hafa ekki keypt hús hjá sér þegar við byggðum fjárhúsið...en við keyptum stálgrind frá H.Hauksyni.Svo hittum við Skíðbakkafólkið það var margt af þeim þarna á sýningunni.Ég,Doddi og Guðbrandur á Smáhömrum skráðum okkur í hrútaþuklið og stóðum okkur bara býsna vel.Svo þegar það var búið fórum að skoða tæki og tól sem voru geymd úti.Vá hvað hefði verið gaman að fara með svona 50milljónir og versla aðeins :) ég fann Svan í Dalsmynni hjá Jötun Vélum en hann var þar með hvolpa í glerhúsi fyrir utan tjaldið hjá jötun vélum.Hvolparnir vöktu mikla athygli og var stanslaus straumur að skoða.Hann var með 7 hvolpa og held ég að allir hafi selst á sýningunni.Barði keypti einn á fjórða bjór hehe en eftir mikla umhugsun kvöldið eftir ákváðum við að sleppa því að sinni...því miður.Doddi keypti einn hvolp og heitir hann Spotti.

Þegar það var smá hlé á dagskránni skruppum við á Selfoss til Afa en hann átti 89 ára afmæli þennan dag.Kallinn var alveg fjallhress og langar mest til að komst í göngurnar í haust.Svo fórum við frá Afa aftur á Hellu og þá var kvöldvakan byrjuð.Ingó og Veðurguðirnir skemmtu fólkinu í risa tjaldi og skapaðist mikil Bahama stemming.Svo tók Árni Jonsen við fram að flugeldasýningu.Svo fórum við heim kl 1.Þegar ég kom í bæinn skellti ég mér í tjútt gallann og fór í bæinn :)

ég setti inn nokkrar myndir frá Hellu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband