1.12.2008 | 17:48
Helgin liðin
Upprifjun frá helginni sem var að líða.
Haukur og strákarnir komu um helgina og var Haukur með fjórhjól á pallinum,nýja Hondu 700 fjórhjól svakagræja og ekki hægt að segja annað en að Raminn hafi litið helvíti vel út með hjólið á pallinum.Haukur dundaði eins og vanalega í mörgum verkum sem hafa setið á hakanum hjá okkur Barða.Svo fórum við á Rjúpu og bingó hjá kvenfélaginu Neista í gær.Ég vann alveg slatta af vinningum þrátt fyrir að hafa mætt þegar bingóið var nærri hálfnað.Heppinn :)
Svo fór í fram í Arnabýlisdal í dag að gá að fé og sá 5 kindur fram í dalnum og fór ég að sækja þær og tosa þeim heim á leið.En það vildi ekki betur til en ég datt á svelli fram af smá klett og viti menn ands,,,,helv.....djöf... öxlin fór úr lið.Ég gat lítið gert annað en legið og beðið með hendina fyrir ofan haus í von um að hún myndi hrökkva í liðinn aftur sem hún og gerði eftir smá stund.Ég tók mér nokkrar mín í að jafna mig og svo hrökklaðist ég af stað og náði í rollurnar og lagði af stað heim.Ég gat nú ekki fylgt þeim eftir svo ég bara hætti að eltast við þær þegar ég sá að ég myndi komast í bílinn enda að drepast í öxlinni og ekki í stakk búinn að detta aftur.Þannig að þær(rollurnar) runnu bara sjálfar heim í Hagadal og koma vonandi þegar við rekum féð heim.
Svo á að fara að klippa á Brjánslæk restina af veturgamlafénu á eftir.Við klipptum í gær eitthvað um 130 veturgamlar á Brjánslæk og nenntum ekki að klippa meira.Það er einnig búið að klippa allt veturgamalt í Rauðsdal.
Núna er bara íbúfen og halda áfram
Um bloggið
Ásgeir Sveinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæhæh Ekki gott að lesa um ófarir þínar í dag, láttu þér batna sem fyrst svo það sé hægt að klára að smala.Bið að heilsa öllum .Kveðja Sólborg og Atli Kalli
Sólborg (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:22
Alltaf gaman að lesa hvað er að gerast í sveitinni alls ekki hætta
fenguð þið einhverja rjúpu ???
Kv Kiddi
Kristinn Sveinsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:49
Sæll Kiddi.
Við náðum allavega að redda jólunum hjá Hauki.Það er alveg hægt að finna rjúpu ef maður nennir að labba mikið.Hvernig gekk þér um daginn?
Ásgeir Sveinsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:59
Ásgeir hann er svalur sveinn
það sést vel í hans orðum,
en stundum hrekkur einn og einn
útlimur úr skorðum.
G.G. (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:58
ég labbaði fimtudag og föstudag og fékk 10 stk
hvar voruð þið
Kv Kiddi
kiddi sprautari (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.