Frostið komið

jæja þá er best að koma með á hundavaði það sem hefur drifið á daga mína síðan á jólum.Sko það er búið að smala helling,höfum náð örugglega hátt í 20 kindum úr klettum frá Hamri innað Rauðsdal og vitum um 2 sem eru eftir fyrir ofan Hamar.Svo fórum við á annan í jólum á Litlanes að sækja kindur sem höfðu sést þar og náðum við þeim fljótt og örugglega :) kind með gimbrarlambi frá okkur og 2 ær frá Brjánslæk.Svo var farið á gamlársdag í Langabotn á bát sem Einir Steinn fékk að láni inn Geirþjófsfjörðinn og náðust hátt í 30 stykki í þeirri ferð.Helmingur frá Brjánslæk,2 stykki frá Krossi og lamb frá Rauðsdal hitt var frá Lillu og Þóru á Fossi.Svo fórum við með Fossmæðgum og Einir Stein í Tálknann að gá að fé.Við sáum 14 stykki í Suðureyrardal og náðum 5 af þeim.Kind með lambi frá Dodda og lamb frá Þóru á Fossi.Hitt var lambhrútur og fullorðin kind bæði ómörkuð.

Ég er búinn að vixla hrútunum og taka megnið af lambhrútunum úr umferð.Sæðingarnar gengu ílla en ég sá 37 rollur af 55 ganga upp og reynda það mjög á mitt jafnaðargeð svo meira sé ekki sagt.

Jói á Brjánslæk hefur verið að setja upp hlaupaköttinn með okkur sem og Gisli í Rauðsdal sem hefur komið þegar hann má vera að.Það vantar bara herslumuninn á að klára verkið og vonandi að það klárist sem fyrst.

Ég,mamma og Doddi fórum í jarðaför í dag á patró en þar var verið að jarða búkonuna Emmu frá Efri-Tungu.Mikill missir þar fyrir gamla rauðasandshrepp sem og okkur öll hin sem þekktum til hennar Emmu.

jæja læt þetta duga í bili.


hæhó og gleðilegt ár

fyrir gefiði hvað ég hef verið latur að blogga undanfarið, málið er að það er búið að vera fullt hús af fólki og ég hef bara ekki nennt að sitja og blogga...er mikið frekar á facebook, það er tímaþjófur.

ég ætla ekki að hafa þetta langt að sinni..lofa hellings bloggi annað kvöld og jafnvel myndum ef það gengur í gegnum kerfið.


Gleðileg jól !!!!!!!!!

Gleðileg jól !!!!

Vona að þið sem þetta lesið hafið það sem allra best um jólin sem og allir hinir sem lesa þetta ekki.

Hérna er sunnan vindur með rigningu og éljum.Búið að leysa upp mestan snjóinn sem er mjög gott, því þá get ég farið á fjöll milli hátíðanna.Er farinn að fá fráhvarfseinkenni að hafa ekki farið á fjall í tvær vikur :( vona að ég komist og finni eitthvað fé.

Bestu jólakveðjur til allra landsmanna. Jólakveðja Ásgeir


Þorláksmessa

Jæja þá er komin 23,des og nýlokið í Birkimel skötuveislu á vegum Ungmannafélagsins á Barðaströnd.Veislan tókst mjög vel og var margt um manninn.Gaman að sjá hvað við erum alltaf dugleg að búa til tilefni til að hittast og er það bara alveg lífsnauðsynlegt í svona fámennri sveit eins og okkar.

Við heimtum tvílembda kind inná Brjánslæk fyrir 2 dögum og erum við bara kátir með það.Hrútarnir eru komnir í féð og því ekkert annað að gera en fara að kvíða vorinu.Það verða komin lömb áður en maður veit af.

Höddi kom með baldri áðan og verður fram yfir áramót.Fleiri koma ekki þessi jólin nema þá ef Haukur og fjölskylda skelli sér yfir áramót ef spáir vel því hann þarf á sjóinn 2.jan og þarf því að komast landleiðina suður.

Jólamessan verður í Hagakirkju eins og vanalega og held ég að séra Leifur frá patró messi þetta árið því það er ekki búið að setja nýja prestinn okkar hana Ástu inn í embættið.

Ég reyni að blogga á morgun.Vona þá að rafmagnið haldist núna er verið að keyra rafmagnið á ljósaavélum.


Styttist í jólin :)

Nú er farið að styttast verulega í jólin og er það bara gaman.Við erum á fullu að handsama fé þessa dagana nú síðast á Fossá í dag.Það eru nokkrar eftirlegu kindur sem vitað er um á Ströndinni og er verið að ná þeim í hús fyrir jólin.Það er búið að klippa (rýja) á öllum bæjum hér í sveit og er það bara gott :)

Ég er búinn að sæða allt fyrir Hákon á Vaðli og er hálfnaður hjá mér,þá er eftir að sæða á Lambavatni 20 des.Það eru ekki fleiri sæðingar hjá mér þetta haustið.

Ég get ekkert notað Perlu ennþá eftir að hún skar sig á fæti :( hún er farin að tilla í fótinn en hann er lítið farinn að gróa.Þannig að ég bara bíð og vona að hún nái sér þannig að ég geti farið að nota hana við að smala aftur.

Litlu jólin voru í skólanum í dag og var staddur góður gestur hjá skólakrökkunum en það var enginn annar en Gisli Einarsson sjónvarpsmaður með meiru.Hann var að taka viðtal við krakkana og svo fór hann til Dodda bróðir að skoða hangikjetið sem hann er að selja.Allir að fylgjst með fréttum næstu daga.

jæja nóg í bili


Er í Reykjavík

Bara að láta vita að ég sé lifandi.En ég er staddur í Reykjavík þessa stundina og fer heim á mánudag.

Það er búið að klippa allt hjá okkur og eru strákarnir að klippa á Brjánslæk núna um helgina.

 


blogg

jæja við erum búnir að sækja allt féð nema það sem yst á ströndinni.Erum komnir með 403 kindur í hús og þá vantar 136 ef allt kæmi.En það var annað verra í gær þegar við vorum að ná fénu frá Litluhlíð og heim þá hefur Perla hundurinn minn skorið sig mjög ílla á framfót(þófunum) einhvers staðar á leiðinni.Það var komið myrkur þegar við komum heim þannig að ég tók ekkert eftir þessu fyrr en féð var komið í hús.Þá sá ég að snjórinn var allur í blóði sem og fóðurgangurinn :( við reyndum að setja á þetta saumaplástur og svo venjulega plástra.En það er ljóst að hún smalar ekki meir fyrir jól :( og ekki ég heldur.Því ekki fer ég að fara hund laus á fjall.En það er bara að vona að tíminn nái að lækna þetta.Þetta er djúpur skurður og fór innan úr þófunum eitthvað fita eða kjöt eða álika.

Við (Barði) klippti fullorðnuhrútana á laugardagskvöldið og voru þeir ótrúlega þægir greyin.Þá er eftir að klippa 15 lambhrúta,þeir eru nú léttari.

Svo var afmæli í dag hjá frænda mínum Halldóri Eggertsyni,það var svaka veisla og mikil veisluföng.

Nú förum við að taka niður hangilærin úr reykingakofanum,en þau eru eitthvað á þriðja tuginn.

látum þetta duga í bili


blogg

Jæja þá er best að henda inn smá bloggi.´

Við erum farnir að sækja féð sem við eigum úti til að rýja og hýsa.Við Barði fórum í Hagadalinn í dag og náðum öllu sem við sáum þar eitthvað rúmlega 50 stykki.Svo er slatti niðrí Fit og svo hérna úti á Hlíðunum út undir Kleifaheiði.Ef allt gengur að óskum þá ætti að klárast að rýja í Rauðsdal á morgun.Þá er eftir 400 stykki hérna og svipað á Brjánslæk.Svo höfum við tekið að okkur að rýja fyrir þau á Seftjörn eitthvað um 250 stykki held ég.Þannig að ennþá er eftir að klippa rúmlega 1000 stykki fyrir þessi jólin.

Það er snjór yfir öllu ennþá og fer hann vonandi að fara.Held að það spái hlýnandi um helgina.

 


Helgin liðin

Upprifjun frá helginni sem var að líða.

Haukur og strákarnir komu um helgina og var Haukur með fjórhjól á pallinum,nýja Hondu 700 fjórhjól svakagræja og ekki hægt að segja annað en að Raminn hafi litið helvíti vel út með hjólið á pallinum.Haukur dundaði eins og vanalega í mörgum verkum sem hafa setið á hakanum hjá okkur Barða.Svo fórum við á Rjúpu og bingó hjá kvenfélaginu Neista í gær.Ég vann alveg slatta af vinningum þrátt fyrir að hafa mætt þegar bingóið var nærri hálfnað.Heppinn :)

Svo fór í fram í Arnabýlisdal í dag að gá að fé og sá 5 kindur fram í dalnum og fór ég að sækja þær og tosa þeim heim á leið.En það vildi ekki betur til en ég datt á svelli fram af smá klett og viti menn ands,,,,helv.....djöf... öxlin fór úr lið.Ég gat lítið gert annað en legið og beðið með hendina fyrir ofan haus í von um að hún myndi hrökkva í liðinn aftur sem hún og gerði eftir smá stund.Ég tók mér nokkrar mín í að jafna mig og svo hrökklaðist ég af stað og náði í rollurnar og lagði af stað heim.Ég gat nú ekki fylgt þeim eftir svo ég bara hætti að eltast við þær þegar ég sá að ég myndi komast í bílinn enda að drepast í öxlinni og ekki í stakk búinn að detta aftur.Þannig að þær(rollurnar) runnu bara sjálfar heim í Hagadal og koma vonandi þegar við rekum féð heim.

Svo á að fara að klippa á Brjánslæk restina af veturgamlafénu á eftir.Við klipptum í gær eitthvað um 130 veturgamlar á Brjánslæk og nenntum ekki að klippa meira.Það er einnig búið að klippa allt veturgamalt í Rauðsdal.

Núna er bara íbúfen og halda áfram


Og verði ljós...

Þessi orð eiga vel í skammdeginu og þá sérstaklega núna þegar búið er að lýsa upp sparkvöllinn okkar :) Það komu tveir snillingar frá patró þeir Árni Bárðar og Elli rafvirki og björguðu málunum, Árni kom með kranabíl og Elli skrúfjárn til að tengja og þetta líka fína ljósið.Það er alveg feiknamikil birta frá þessu og vandalaust að spila og leika sér á vellinum allan sólarhringinn.Það eina sem vantar núna er hitinn í gólfið á vellinum.Veit ekki hvort það verði klárað á þessu ári ?

Við kláruðum að rýja í Miðhlíð í kvöld og er stefnan sett á Rauðsdal á morgun.En þar er klárt til aftektar um 70 kindur.Ég fór að Vaðli í morgun að hjálpa Hákoni í rúningnum en hann átti von á Bretunum um hádegið.Það gekk alveg ljómandi vel að klippa og erum þeir (Bretarnir) á Melanesi núna.

Svo er Haukur og strákarnir að koma á morgun í sveitina það verður gaman að fá þá í heimsókn eins og alltaf.

Man ekki hvað ég ætlaði að bulla meira..jú Fríða og Stefán þið komið bara næst í smalamennskur ;)


Næsta síða »

Um bloggið

Ásgeir Sveinsson

Höfundur

Ásgeir Sveinsson
Ásgeir Sveinsson
Ég heiti Ásgeir og bý á Innri-Múla á Barðaströnd.Fallegasta stað í heimi...það vita allir :)

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Flottur veggur...sjáið síðustu kvöldmáltíðina og svo dagatalið..snilld
  • Bjössi að tala við Jóa
  • Nóv.2008 027
  • Bjössi og Barði
  • Setja féð inn og telja

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband